Ný félagsrit - 01.01.1873, Blaðsíða 88
88
Um holdsveiki eður limafallssjki.
fiíiringur ; stóru blettirnir eru dökkbrúnir, því nœr
svartir, yfirborfc þeirra er óslétt, en engra óhægöa olla
þeir annars sjúklíngnum. Eptir ab útbrot þessi hafa komiö
fram og horfiö aptur hvaö eptir annaö árum saman (alit aö
5 árum), þannig, aö optast er hérumbil hálft ár á niilli
útbrotanna, veröa blettirnir kyrrir, og hverfa nú ekki optar,
eru nú blábrúnir á lit og standa eins þó á þá sé þrýst.
þegar svo er komiö, eru sjúklíngarnir allfrískir, hafa góöa
matarlyst og góöar hægöir. þetta eru nú hinir eiginlegu
fyrirboöar sjúkleikans, en meö því þaö hefir sýnt sig, aí>
ekki er öll von úti um, aí> bæta megi sjúkdóminn, þó hann
sé kominn lengra, skal eg í stuttu máli skýra frá, hvernig
hann lítur út þegar fram í sækir. þaí) er optast í and-
litinu, einkum á enninu og augnabrúnunum, og svo á
handarbökunum, aö blettirnir setjast aö fyrir fullt og allt;
þeir smáhækka yfir skinnib, veröa ósléttir og haröir, og
hafa gulbláan lit. Andlitiö bólgnar, og um sama leyti koma
fram blettir á útlimunum. A þeim stöbum líkamans, sem
hár er á, dettur þaB af, þegar þessir blettir eru búnir aB
standa um hríB; þannig fara hárin úr augnabrúnuDum,
og álíta almúgamenn í Noregi þaB órækt merki holds-
veikinnar. -
Blettirnir á hörundi sjúklingsins ver&a nú stærri og
harBari, annaBhvort smásaman eBa hraBlega á stuttum tíma;
hiB fyrra er almennara, og þá myndast annaBhvort hnútar,
brúnir á lit, eBa þá stórir blettir hörundsins verBa harBir,
svo þeir geta tekiB yfir t. a. m. læri sjúklíngsins allt aö
innanveröu. Ef þetta kemur á stuttum tíma, hafa sjúkl-
íngarnir köldu um hríB, og eru sjúkir, en þegar þaö
batnar, eru allir blettirnir orBnir aö höröum hnútum. Nú
vaxa þessir hnútar smásaman; stundum linast þeir og
detta á þá sár, og út úr sárunum kemur þá þunnur grá-