Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1988, Page 1
HELGI ÞORLÁKSSON
MANNVIRKIÐ f REYÐARVATNSÓSI
I
Lét Snorri Sturluson stífla Grímsá í Borgarfirði í Reyðarvatnsósi þar
sem áin kemur úr Reyðarvatni? Til þess gætu bent orð Reykholtsmál-
daga og garðleifar í ósnum. Snorri lætur Þór komast svo að orði í
Eddu: „Að ósi skal á stemma".1 Og í elsta hluta Reykholtsmáldaga, frá
lokum 12. aldar, segir að kirkjunni í Reykholti heyri til ástemma að
Rauðavatnsósi („ostemma at rauþa vats ose“).2 Sögnin „stemma" er tíð
í fornu máli og merkir „stífla“, „girða fyrir". Er því svo að sjá að Reyk-
hyltingar hafi stíflað Grímsá við Rauðavatnsós, vafalaust ósinn sem
núna nefnist Reyðarvatnsós. Þarna í ósnum má sjá 27 m langan garð,
etv. leifar stíflunnar frá tíma Snorra en Ólafs saga helga bendir til að
Snorri hafi kunnað vel til verka.þegar stífla skyldi ár.
Garðurinn í ósnum hrópar nánast á skýringu og er freistandi að
álykta að Reykhyltingar hafi stíflað ána til að geta tekið lax með hægu
móti í farvegi hennar, bæði í hyljum og á þurru. Við athugun koma í
ljós ýmsir annmarkar á þessari skýringu og grunur vaknar um að garð-
urinn hafi kannski verið hluti af veiðivél sem ætluð hafi verið til silungs-
veiða. Þetta skal nú kannað nánar.
Þar sem fæð fornleifa frá 12. öld er mikil og vitneskja okkar um
atvinnuhætti fornmanna takmörkuð, er ómaksins vert að líta nánar á
garðinn. Sjávarhættir og fiskveiðar í sjó hafa eðlilega dregið að sér
athygli fræðimanna en skrif þeirra um veiðar í ám og vötnum eru stjúp-
móðurleg. Laxveiði var stunduð af kappi að fornu, að því er virðist, en
svo er að sjá að menn hafi ekki kunnað aðferðir sem dygðu til að geyma
1. Edda Snorra Sturlusonar. Útg. Finnur Jónsson (1931), bls. 106. Merkingin er að á skuli
stemma að ósi stöðuvatns og er því miðað við hætti eins og eru þar sem Grímsá fellur
úr Reyðarvatnsósi.
2. Reykjaholts-tnáldagi. Det originale pergaments-dokument over Reykjaholt kirkegods og -in-
ventarium i 12. og 13. drh., litografisk gengivet, samt udforligfortolket og oplyst. (STUAGNL
XIV, 1885).