Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1988, Page 36
INNGANGUR
Allir íslendingar, sem muna sinn barnalærdóm, vita að íslandssaga
skólanna byrjar á stuttri frásögn um svonefnda papa, sem eiga að hafa
verið frumbyggjar landsins eins og frá er sagt í íslendingabók Ara og
Landnámabókum. Einfaldur fróðleikur um alkunn sannindi. Paparnir
voru kristnir menn frá írlandi og höfðu sig á brott þegar Norðmenn
fóru að byggja ísland, því að þeir vildu eigi vera hér við heiðna menn.
Svo var þeirra saga. Skemmtilegt upphafsatriði áður en tjaldið er dregið
frá og hin eiginlega saga landsins hefst, því að engin tengsl eru talin
milli þessara írsku manna á íslandi og komu Norðmanna þangað, né
heldur hafði tilvist þeirra hér á landi fyrir landnámsöld nein áhrif á sögu
landsins til frambúðar. Þetta er hverfult ævintýri.
Engu að síður hefur pöpum verið gefinn töluverður gaumur af fræði-
mönnum eins og rétt er, ef ekki skylt. Sjálfur veitti ég þeim þó heldur
litla athygli á fyrri árum, og var ástæða þess einkum sú, að aldrei liafði
fundist neitt fornleifakyns sem til þeirra benti og vantrú mín á að slíkt
mundi nokkurn tíma finnast, en hins vegar nóg annað sem að kallaði þá
sjaldan tóm gafst til fornfræðilegra athugana.
f inngangskafla að Kumlum og haugfé (1956) fór ég nokkrum
almennum orðum um papa, og þótt mál sé ekki mikið tókst mér að
koma þeim sleggjudómum þar fyrir, að frásagnir fornra íslenskra
sagnaritara og Dicuils munks um írska klerka á íslandi fyrir landnáms-
öld séu „órækur sögulegur vitnisburður“ og „óvéfengjanlegar sögulegar
heimildir". Um þetta efni var ég að vísu ekki einn á báti heldur sam-
skipa fjölda ágætra fræðimanna. Engu að síður er mér það sérstök
ánægja að fá nú tækifæri til að taka aftur þessi glannalegu ummæli og
reyndar ábyrgðarlausu. Hér er nefnilega ekkert órækt eða óvéfengjan-
legt, eða það er að minnsta kosti óleyfilegt að taka sér slík stóryrði í
munn nema hafa sjálfur skoðað frumheimildir og hugsað þær eins djúpt
niður og maður hefur vit til. Um þetta fékk ég rækilega áminningu í
fyrsta sinn sem ég kom í Papey, hinn 11. ágúst 1964, svo að það hefur
mér aldrei úr minni liðið.
Þessa fyrstu ferð mína til Papeyjar fór ég í fylgd með Birgi og Sigríði
Thorlacius og fleiri staðkunnugum mönnum frá Djúpavogi. Þetta var