Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1988, Blaðsíða 48
52
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
siálf aðaleyinn, og aðgreind frá henni með mióu diúpu sundi; þó
liggur lítill hólmi í þessu sundi, kallaður Eiði. Flatey kölluð, er
ogsvo norðannmeginn Papeyiar rétt austur af Arnarey, aðgreind frá
siálfri aðaleynni, með mióu sundi. Þessi ey er mikið minni og lægri
en Arnarey, og þó með grasveg sem hún. Mikið hár hólmi, kallaður
Höfði er austanfram aðaleyarinnar, aðgreindur ogsvo þarfrá með
litlu diúpu sundi. Sunnann fram Arnareyarinnar er og lítil ey,
Hvanney nefnd, og enn suður af henni svonefnd Sauðey, sem er lítill
hólmi innann og vestanverðt við heimaeyna.9 Vestur10 af síðstnefndri
ey er svonefndur Arfaklettur. Inní vesturenda aðaleyarinnar gengur
nockuð langt, miótt vik, hildiúpt, kallað Selavogur, má þar liggia
með þiliuskip. Annar vogur liggur inní eyna austan framm, kallaður
Áttahringsvogur, sem er eins diúpur. Áðurnefndur Höfði er á austur-
síðu hans, en Flatey á norðursíðuna, sem og tangi af siálfri heimaeynni,
bæði utann, og innan framm. Nafngreindar víkur og vogar eru þar og
fleiri, svosem Kirkiuvík utan á eynni, Hákallavogar og Trévík ofan
framm fasta eyarinnar.
Frásögn Kristian Kálunds af Papey í íslandslýsingu hans11 hefur ekk-
ert sjálfstætt gildi, enda hefur hann augljóslega ekki komið sjálfur út í
eyna. Óhætt er að sleppa Kálund með öllu úr þessari umræðu.
Árið 1901 fór Daniel Bruun til Papeyjar, og frásögn hans af þeirri ferð
er að finna í bók hans Fortidsminder og Nutidshjem, aukinni og endur-
bættri útgáfu, sem birtist í Kaupmannahöfn 1928.12 Nokkurt sjálfstætt
gildi hefur þessi frásögn.
Af Papeyjarlýsingum frá seinni tímum, sem verulegt staðfræðilegt
gildi hafa ber einkum að nefna ritgerð eftir Halldór Stefánsson og Eirík
Sigurðsson: Papeyjarsaga og Papeyinga, sem birtist í Austurlandi III árið
1951,13 en þó fyrst og fremst grein eftir Ingólf lækni Gíslason: Papey,
sem birtist í Árbók Ferðafélags íslands árið 1955.14 Þessi grein hefur það
til síns ágætis að þar eru talin upp mörg örnefni um leið og lýst er land-
inu, en Ingólfur læknir er sonur Gísla Þorvarðarsonar, sem bjó í Papey
9. Mvanney og Sauðey liggja í raun öfugt við það sem séra Jón segir. Þetta er einnig
öfugt á herforingjaráðskortinu.
10. Frekar suðvestur, segja Heimir og Valgeir.
11. Kálund II 1879-82, bls. 265.
12. Bruun 1928, bls. 13-16.
13. Halldór Stefánsson og Eiríkur Sigurðsson 1951, bls. 44-54.
14. Ingólfur Gíslason 1955, bls. 40-47.