Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1988, Page 88
92
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
10. mynd. Tóft (1) við írskuhóla. - Fig. 10. Ruin (7) at írskuhólar.
mestur, nokkuð strýtumyndaður. Sunnan í honum er tóft af svolitlum
kofa (7), 6 X 6 m að utanmáli, 3,5 X 3,5 m að innannráli, dyr suður úr,
þar sem verið hefur framstafn, en byggður hefur kofinn verið upp að
lóðréttu bergi í hólnum sem bakstafni (10. mynd).
Árið 1967 var grafið niður í gólf kofans og fannst þar ekkert mann-
vistarlag. Hvít gjóska, sem talin er hafa myndast við gos í Öræfajökli
árið 13627 og finnst víða í eynni, sást ekki inni í tóftinni, en utan hennar
sást þetta lag glöggt. Þetta kofagrey er ekki fornlegt, og hyggur Gústaf
Gíslason að þarna hafi verið kindakofi.
Þegar Daniel Bruun talar um að gera þyrfti umfangsmiklar og dýrar
fornleifarannsóknir í umhverfi írskahóls og þar sé einn af þeim fáu
stöðum á íslandi þar sem slíkar rannsóknir mundu bera virkilegan
árangur,8 er hann sjálfsagt að rugla frskahól saman við Papatættur. í
nágrenni hólanna eru engar tóftir, senr gætu gefið tilefni til slíkra
ummæla.
4.1.2. Papatœttur
Rústir þessar (33), sem sanrkvæmt ofansögðu hafa fyrst nýlega fengið
þetta nafn, eru austarlega á eynni, skammt frá sjó upp frá (vestur frá)
7. Um þetta gos, sjá Sigurður Þórarinsson 1958.
8. D. Bruun 1928, bls. 16.