Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1988, Page 91
MANNAMINJAR SEM MÆLDAR VORU UPP OG RANNSAKAÐAR
95
gosið 1362, en askan fallið yfir opna tóft og sest að sem lag bæði innan
veggja og utan, en fokið af veggjunum. Ef rétt er skilið ætti að mega
telja Papatættur eldri en frá 1362, en meira verður nú naumast sagt um
aldur þeirra, því að ekkert annað hefur þar fundist sem hægt sé að nota
til tímasetningar.
Mikið vantar á, að Papatættur liafi allar verið grafnar upp. En
skoðunarskurðirnir sýna, að þarna hefur verið einhver tóft, rösklega 2
m breið, með veggjum aðallega úr torfi, nú útflöttum, lengd óviss. í
þessari tóft eru engin mannvistarlög. Parna hefur aldrei verið manna-
bústaður, það er óhugsandi, enda ber allt vitni um það, staðsetningin,
lögunin, minjaleysið. Hins vegar verður ekki jafngreitt um svör þegar
spurt er hvers konar minjar þetta séu. Fjárhús kæmu kannski til greina,
en staðurinn minnir einnig á mótættur þær, sem víða finnast á eynni.
Aflangar tóftir með veggjanefnum, og hafa aldrei verið yfirbyggðar.
Munurinn er einkum sá, að Papatættur eru stærri og fornlegri en aðrar
mótættur og útflattari.10 Gústaf Gíslason í Papey segist ekki geta gert
sér í hugarlund hvers konar búsumstang hafi átt sér stað þarna og segir,
að hann viti ekki til að neinar fornar mógrafir séu þarna nærri. Pó gæti
mór hafa verið fluttur á þennan stað til þurrkunar, þótt stunginn hafi
verið í nokkurri fjarlægð. Hér skal ekkert um þetta fullyrt, en á hitt skal
lögð áhersla, að þetta hefur ekki verið mannabústaður.
Hvað varðar örnefnið og þau tengsl sem það gefur við sagnir um
byggð papa á þessum stað, má minna á það sem áður segir þar sem það
er fyrst talið til komið eftir 1879.
10. Þessar tóftir eru allar mun minni en Papatættur, eða mest um 14 m langar (sjá minja-
skráningu í viðauka) og mun greinilegri. Minna má á ummæli Jóns Bergssonar í
sóknarlýsingu hans frá 1840, að nrótak í Papey sé þá nýlega upp fundið. Ef þetta er
rétt, og Papatættur eru eldri en 1362, er ólíklegt að þær séu mótóft.