Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1988, Page 93
MANNAMINJAK SEM MÆLDAR VORU UPP OG RANNSAKAÐAR
97
13. mynd. Klettagrandi í Höfðavík þar sem „gamligarðurinn" (42) byrjar (eða ettdar). Mennirnir
sitja á garðinum. - Fig. 13. One end of the old boundary wall (42). The mett are sitting ott the wall.
1981). Fljótlega sleppir svo þessum kletti og tekur þá garðurinn stefnu
gegnum sundið milli „Gæsahóls“ og Langahryggs (87), síðan í skarðið
milli Æðarhólanna (86) tveggja, en síðan í beinni línu eftir endilangri
mýrinni fyrir norðan túnið og sveigir að lokum niður í Selavog, rétt
fyrir utan klöppina, sem stærri bátar leggja að nú, þegar þeir eiga erindi
til Papeyjar.
Þótt ógreinilegur sé í öllum þessum mýrum, sem á vegi hans verða,
er garðurinn örugglega rétt rakinn á þennan veg og hefur verið furðu
beinn stranda í milli, þar sem nokkrir hólar verða þó á vegi hans. Ekki
er nú með öllu ljóst, hver aðaltilgangur hans hefur verið, meðan hann
var og hét, því að varla hefur hann verið gerður í því skyni að verja
æðarvarp fyrir búfé. Vera má, að hann hafi á sinni tíð skipt eynni milli
tveggja búenda, verið landamerkjagarður, og ef til vill er það besta
skýringin. En einnig má vera, að hann hafi fyrst og fremst verið til þess
að hafa mætti vald á göngu búfjár um eyna. En hvert sem verið hefur
meginhlutverk garðsins er hitt víst, að hann hefur verið allmikið mann-
virki, tæpur kílómetri að lengd, hlaðinn allur úr torfhnausum.
Sumarið 1981 var gerð tilraun til að komast á snoðir um aldur þessa
mikla þvergarðs í Papey. Grafinn var skurður þvert í gegnum hann í
sundinu milli Langahryggs (87) og „Gæsahóls“. Þar er mýri, en garð-
urinn eigi að síður sæmilega vel sjáanlegur. Árangurinn sést á þversniði
því sem upp var dregið (14. mynd).