Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1988, Page 94
98
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Brotalínan markar óljós skil í mýrartorfmu sem garðurinn er gerður úr. - Fig. 14. Section tlirougli
the old boundary wall showing the position of the Ö 1362 tephra on it. The broken line indicates
a change in the composition of the bog-turf of which the wall is made.
Hvíta gjóskulagið frá Öræfajökulsgosinu 1362 sást greinilega í mýr-
inni. Um 10 m austan við garðinn, þar sem það ætti að vera jafnfallið,
var það mjög skýrt en um leið afar þunnt, varla meira en 5 mm. í sunn-
anverðum garðinum sést það einnig, en aðeins á kafla. Að norðan sést
það hinsvegar mjög skýrt, almest 2 sm að þykkt, en víðast miklu
þynnra. Þar sem það sveigir upp á garðinn er það um 20 sm fyrir neðan
núverandi grasrót, en í mýrinni sjálfri um 28 sm. Svarta gjóskulagið,
sem á að vera rétt fyrir ofan 1362 lagið, sást einnig vel, en skil eru
ógreinileg vegna þess hve mjög það rennur saman við blautan og
dökkan jarðveginn. Mjög nukill rauði kom í ljós í sniðinu, eins og alls
staðar í mýrum í Papey. Flikróttur mýrarjarðvegur sást í sárinu þar scm
garðurinn hefur verið, enda hefur efnið í hann einvörðungu verið mýra-
torf.
Þverskurðurinn sýnir ótvírætt, að garðurinn er eldri en frá 1362, þar
sem gjóskulagið frá því ári teygir sig upp yfir hann, en vantar hins
vegar með öllu undir honum. Ekki þarf að undra, að gjóskulagið er
slitrótt ofan á honum. Það hefur fokið til og frá ýmislega og gat vel
horfið með öllu á köflum. Hversu löngu fyrir 1362 garðurinn var hlað-
inn verður varla sagt með neinni vissu. En helst er svo að sjá sem hann
hafi verið nokkuð útflattur þegar gjóskan féll. Gæti hann því vel verið
frá söguöld, með öðrum orðum frá fyrstu byggð í eynni, sem ljóst er
af öðrum minjum að hefur hafist ekki seinna en á 10. öld.
Auk þvergarða þeirra sem nú hafa verið nefndir, hefur svo að sjálf-
sögðu verið túngarður um heimatúnið. Það var áður fyrri mjög lítið,