Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1988, Page 96
100
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
16. mynd. Liljnstaðir, rúst i. - Fig. 16. Liljustaðir, ruin 1.
eina tíð. Slíks er von, því að bæði er nafnið þesslegt, að bæjarnafn væri,
og svo hitt, að sýnilega eru þar ýmsar mannaminjar, meðal annars
garður eins og túngarður. Garður þessi liggur í stórum sveig frá all-
miklum hól, sem þarna verður, suður í Liljustaðamýrina, og er á
pörtum sokkinn ofan í hana. Norð-austan á hólnum er klettaveggur.
Garðurinn virðist ganga upp á hólinn sunnanverðan.
Innan garðsins eru nokkrar rústir (15.mynd). Ber þar mest á aflangri,
veggjahárri tóft, rétt suðvestan við hólinn, með lítilli ferhyrndri tóft
byggðri við suðausturhornið (1) (16.mynd). Stærri tóftin er um 10 m
löng að innanmáli og um 5,3 m breið, með dyrum á austurgafli.
Veggjahæð inni í tóftinni er um 1,2 m, en gólfið virðist vera niðurgraf-
ið. Minni tóftin nær um 3 m suður fyrir þá stærri og er um 3 m á
breidd. Tóftir þessar eru alls ekki fornlegar og nægir hin mikla veggja-
hæð til að sanna það.
Grafið hefur verið niður í gólf aðaltóftarinnar hvað eftir annað, sein-
ast 1981, og má fullyrða, að ekkert gólflag er í henni, heldur er mjög
fljótt komið niður á aur. í litlu tóftinni er aftur á móti þannig ástatt, að
ekkert gólflag er þar, en hinsvegar er hvíta gjóskulagið frá 1362 þar
óhreyft undir. Ástæðan fyrir því, að lagið finnst ekki í stóru tóftinni
mun trúlega vera sú, að annaðhvort hefur það verið grafið burtu,