Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1988, Page 98
102
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Í7. mynd. Þversnið í túngarð við Liljustaði. - Fig. 17. Section through enclosure wall at Lilju-
staðir.
um slíkt fyrir árið 1362. Túngarðurinn er einnig upprunalega gerður
fyrir þann tíma. Nafn þessa staðar bendir nokkuð til þess, að hér hafi
einhverntíma verið búið, en á þessu stigi verður ekkert sagt um það
með vissu.
4.4. Mannvistarleifar í sjávarbakka
Milli írskuhóla (21) og Hjallatanga (20), suðvestan á eynni, eru sjávar-
bakkar sem eru, og hafa verið að brotna af sjávargangi. Hefur þar mikið
að gerst á þessari öld, eða frá því að Papeyjarsystkin muna fyrst eftir.
Fróðlegt er að rýna í opið sárið á þessum sjávarbakka, og það hefur
verið gert í öllum Papeyjarferðum frá 1964 til 1981. Meðal annars hefur
komið í ljós, að myndin getur breyst nokkuð frá ári til árs; það sem sást
og unnt var að mæla á þessu ári getur verið horfið næsta ár.
Ástæðan til þess, að rýnt hefur verið í þennan sjávarbakka, er einkum
sú, að lengi hefur verið vitað, að mannvistarleifar sjást þar í sárinu.
Hafa þar komið fram viðarkolamolar, aska og smá hellublöð, sem með
réttu eru talin af sama uppruna og hellur þær, er lengi hafa verið not-
aðar fyrir þakhellur í Papey, það er að segja úr Blábjörgum milli Mel-
rakkaness og Geithellna. Oft hefur verið staðfest, að leifar þessar eru
fyrir neðan hvíta gjóskulagið frá 1362.
Sumarið 1967 var gert þversnið í bakkann og mælt upp (18.mynd I).
Greinilegt eldhúsöskulag sást, bleikleitt, misþykkt, mest 4-5 sm, og lá