Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1988, Page 102
106
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
0 1 2M
27. mynd. Uppdráttur af rnókofa (19) hjá Mókofahól. - Fig. 21. Plart of peat-storage hut at Mó-
kofahóll.
mónum hlaðið í þær og síðan tyrft yfir á sama hátt og víða var tyrft yfir
hey á engjum. Mókofarnir voru hinsvegar dálítil hús með þaki. í
tóftum þessum og kofum var mórinn svo geymdur til vetrar, en þá
sóttur eftir þörfum, borinn á bakinu eða dreginn á sleða.
Mótætturnar, sem allvíða sjást í Papey, geta í fljótu bragði minnt
mikið á ævagamlar húsatóftir. Þær þurfa þó engan að villa, því vanda-
laust er að átta sig á réttu eðli þeirra. Þær eru yfirleitt aðeins 2 m á
breidd innan veggja, en geta verið mismunandi langar eftir skilyrðum.
Við Garnarsund eru tvær mótættur (24 og 25), sem eru 10 og 13 m
langar. Flestar eru þó styttri, og má taka sem dæmi mótóft (21) við
Mýrasund (rétt hjá forna gerðinu frá Goðatættum). Hún er aðeins 6 m
löng (20.mynd).
Mókofarnir eru færri en mótætturnar. Ágætt dæmi er mókofatóft (19)
hjá Mókofahól inni á (vestur á) ey. Hún er 4 m á lengd innan veggja
og 2,5 m breið, veggir í venjulegri húsveggjahæð, hlaðnir úr grjóti að
innan en hnausum að utan (21. og 22. mynd). Kofi þessi var notaður í
tíð Gústafs bónda Gíslasonar. Annar svipaður en stærri mókofi (37) er
rétt fyrir neðan túnið og því skammt frá bæ. Veggir beggja þessara
mókofa standa enn vel, enda munu þeir áreiðanlega báðir vera frá tíð
Gísla Þorvarðarsonar.
Fróðlegt er að sjá að til hliðar við mókofann hjá Mókofahól, sjávar-
megin við hann og hallandi í átt til sjávar, er gamalgróin og útflött
mótóft (20), um 8 m að lengd og 4 m að breidd að utanmáli. Þarna eru