Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1988, Page 116
120
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
I II III IV
Jarövegssnió. Undir Hellisbjarg i , Papey 1981
28. mynd. Jarðvegssnið við riisl undir Hellisbjargi. I: í austurvegg uppgraftarins II: í norðurvegg,
III: í suðurvegg, IV: í mýrinni um 20 m austur af rústinni. A: svört gjóska, e.t.v. úr Kötlugosi
1766. B: Svört gjóska, líklega úr gosi um 1411 ? D og E: svört, þunn gjóskulög, uppruni óþekkt-
ur. St: hella. - Fig. 28. Sections by the ruin at Hellisbjarg. I: at east side of excavation, II: at
north side, III: at south side, IV: in the bog about 20 m east of the ruin. A: black tephra, probably
derived from an eruption in Katla in 1166. B: black tephra, probably from an eruption in c. 1477.
D & E: black, thin tephra layers of unknown provenance. St: slab.
wggjastdnana, þó aðeins slitróttara en innan þeirra, og hélt svo sitt
strik utan við veggina. Ofan á hvíta laginu er um 3 sm þykkt mólag,
en ofan á því aftur dökkleitt eða nærri svart gjóskulag, allt að 10 sm á
þykkt, en þó nokkuð misjafnt. Fyrir ofan þetta mikla gjóskulag er svo
mýrarjörð upp úr, yfirleitt um 25 sm þykk.
Af þessari jarðlagaskipan iná ráða, að húsið hafi verið hrunið og
tóftin þegar staðið lengi opin áður en hvíta gjóskan úr Öræfajökulsgos-
inu 1362 féll. Hve lengi verður hins vegar ekki sagt með neinni vissu.
Eftir 1362 hefur mólagið, sem nú er um 3 sm þykkt, myndast ofan á
hvíta laginu. Eftir það hefur orðið mikið gjóskufall í Papey og liggur nú
mjög þykkt þar sem í skafla hefur dregið, eins og t.d. við Hellisbjargs-
rústir. Þetta er svört eða mjög dökk gjóska og telja jarðfræðingar mcð
nokkrum fyrirvara að hún kunni að stafa frá gosi í Kverkfjöllum árið