Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1988, Page 126
130
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
31. mytid. Stuðlabergsdrangar reistir upp á endann í vegg í norðausturhomi Goðatœtta I. - Fig.
31. Upright basalt columns forming inner edge of wall in the north-eastern corner of Goðatættur I.
frá grasrót. Bersýnilega hafði húsið verið gjörfallið og orðið að grjót-
breiðu, þegar þessi gjóska féll, en þó hefur grjótið staðið víða upp úr
og tiltölulega lítið jarðvegslag verið komið yfir svæðið. Svo var að sjá
sem frost hefði kastað jarðvegi allmikið til og frá á rústasvæðinu, og því
varð vart mannaminja á milli steinanna allhátt upp frá gólfi, bæði viðar-
kola og öskubletta og smáhluta. Um allt slíkt má segja, að sumt af því
lá á sjálfu gólfinu, en annað var nokkru ofar, í jarðveginum. Verður
slíkt varla skýrt nema með tilfærslu af völdum frosts og þiðnunar á
löngum tíma. Það var strax ljóst, að hvíta gjóskulagið hlaut að vera frá
Öræfajökulsgosinu 1362, svo að þarna fékkst þegar í stað ágæt tímatals-
viðmiðun. Húsið hlaut að vera allmiklu eldra og þá orðið að rústa-
breiðu þegar gjóskan féll.
Þegar lokið var við að mæla upp grjótbreiðuna, var grafið niður á
gólf austarlega, og reyndist engum vandkvæðum bundið að finna það.
Það sýndi sig skýrt með mikilli ösku, mest bleikleitri, eflaust móösku.
Gólfið var yfirleitt 50—60 sm neðan við grasrót, og var þó dýpst á því
austast, en vestast var grynnra á því, eftir að verulega fór að halla í átt
til dyra. Vandalítið reyndist að finna takmörk hússins til beggja hliða,
enda þótt veggsteinar væru á langflestum stöðum úr skorðum gengnir.
Öskugólfið þvarr þar sem verið höfðu innri brúnir hliðarveggja, en auk