Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1988, Page 131
GOÐATÆTTUR
135
35. mynd. Sökkumyndaður hlutur með skrautuerki á (P53). Ljðsm. Gísli Gestsson. - Fig. 35. An
ovat stone ohject with a perforation at each end and decoration (P53). Photo: G. Gestsson.
sem tekin voru. Hlutirnir voru ýmist á gólfinu eða nokkru ofar í
moldum, eins og áður er að vikið. Hefur ekki alltaf þótt taka því að
geta þess nákvæmlega hvar hver hlutur fannst, en allir hljóta þeir að
vera jafngamlir húsinu að minnsta kosti, hvar sem þeir fundust í því.
Fundaskrá
P53. Sökkumyndaður hlutur úr mjög þcttum rauðum leirsteini af þcirri tegund, sem
víða sést milli berglaga í fjöllum austanlands, nú með svörtum skellum hér og
þar, sem hafa sest á hlutinn í jörð (35. mynd). Hluturinn er mjög reglulega spor-
öskjulagaður, 8,5 sm að lengd, 2,8 sm að breidd um miðju, mest 1,1 sm að
þykkt, fallega kúptur til allra hliða öðrum megin, sem kalla mætti ofan á, og
jafnframt innbjúgur á hinni hliðinni, eða neðan á. Lögun þessi veldur því, að
hluturinn minnir á laxveiðispón. Nær báðum endum eru kringlótt göt, um 6
mm í þvermál. Engin slitmcrki sjást í þeim, og mundi þó fljótt sjá á svo
mjúkum steini, ef bönd hefðu verið dregin í götin. Ofan á hlutnum er einfalt en
laglegt skrautverk, sem ekki er annað en stungnir dcplar (36. mynd). Eftir miðri
kúpunni cndilangri er röð af 8 deplum og eru þeir stærstir, sem næst eru götun-
um, enda má vel segja, að þessi deplaröð endi á sjálfum götunum við hvorn
enda, og við það fá þau töluvert skrautrænt gildi jafnframt því sem þau hafa lík-