Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1988, Page 132
136
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
lega átt að gegna einhverju hlutverki til nota. Pvert yfir hlutinn eru einnig
stungnir deplar, smærri en hinir, 4 hvorum megin. Með þessu mynda deplarað-
irnar eins og kross ofan á kúptu baki hlutarins, en auk þess eru deplar sinn
hvorum megin við næstneðsta depil þverálmanna, svo að á þann hátt mynda
deplar líkt og kross á hvorri hlið kúpunnar. Á fletinum neðan á hlutnum er
krotuð mynd af ljóni með sveigðan búk, uppundinn hala, einn framfót og einn
afturfót, þrjú smástrik tákna makkann, uppstandandi eyru, auga, deplar tákna
granahár. Hausinn er aftursveigður, gapandi kjaftur, sem bítur um höfuð orms
eða slöngu, og sést auga ormsins í gini ljónsins. Ormurinn hverfur síðan bak við
ljónið, en kemur aftur í Ijós undir kvið þess, liggur þar í bugðu niður og síðan
upp yfir búk ljónsins og upp fyrir bak þess, og þar engist ormshalinn í stórum
bugðum. Mynd þessi af viðureign ljóns og orms er létt krotuð, en ekki sérlega
vandað verk. Listamaðurinn hefur þó kunnað mjög góð skil á mótívinu og vitað
vel, hvað hann var að fara. Yfirleitt er hlutur þessi mjög snoturlega gerður og
misfellulítill. Þó hefur verið tálgaður aukaflötur í brún hans neðan á h'kt og af
rælni og er þetta annaðhvort smíðamistök eða seinni skemmd, en greinilega
hefur myndin af Ijóninu og orminum verið krotuð eftir að þessi aukaflötur hefur
verið tálgaður, því að frampartur ljónsins nær út á hann. Það er þvi hugsanlegt,