Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1988, Page 145
GOÐATÆTTUR
149
45. mytid. Langeldurimi í Goðalættum 11. - Fig. 45. The central longhearth in Goðatœttur II.
ina. í báðum endum eru kaflar þar sem ekkert bólar á hcnni. En segja
má, að húsið vegi salt yfir um klapparhrygg.
Miðja vega milli dyra og norðurgafls er eldstæði, ögn nær framvegg
en bakvegg (45.mynd). Pað er urn 1,40 m á lengd og um 65 sm á
breidd. Suðurendi þess er skýrt afmarkaður með laglegum aflöngum
steini, og sömuleiðis er sú langhliðin, sem að bakvegg snýr, vel
afmörkuð með ílöngum steinum í röð. Vestari langhlið og norðurendi
taka nú ekki eins skýra mynd á sig, og hafa steinar eflaust færst þar
nokkuð úr lagi í notkun, eins og oft vill verða. Upphaflega hefur þetta
áreiðanlega verið aflangur ferkantaður reitur, afmarkaður með steinum,
sem ganga nokkuð niður í gólfið. í suðurenda var dálítil 20 sm djúp
þró, full af ösku, og talsverð aska var í eldstæðinu öllu, og smásteinar
eins og oft eru í eldstæðum, eldmerktir og sprungnir. Aftur frá eldstæð-
inu voru tveir aflangir steinar í gólfi, hvor af annars enda. Þeir hafa á
einhvern hátt verið eldstæðinu viðkomandi.
Frá eldstæðinu hefur borist aska út um allt gólfið, en ekki var henni
jafnt dreift. Einna mest var hún sunnan dyra og var þar þykkt lag af
mikið til hreinni bleikri ösku, sem rninnti á öskulagið í fjósinu. Annars
var askan yfirleitt ekki þykk, en þó svo að alllanga búsetu hefur þurft