Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1988, Side 146
150
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
46. mynd. Uppgerð skálans, Goðatœttur II, eins og Kristján Eldjárn hugsaði sér hana. - Fig. 46.
Reconstruction of Goðatœttur II.
til að hún myndaðist. Hún var mest bleik, en þó svart-flikrótt sums
staðar og viðarkolamolar hér og hvar.
í skála þessum sáust engin merki eftir set eða bekki. Vitaskuld hefur
verið sofið í húsinu, en hvílurnar hafa engin nrerki eftir sig látið þau
sem greinilega yrðu þannig skilin. Steinar voru í gólfi hér og hvar,
sumt hcllur, sem ekkert þurfa að tákna annað en gólf, og sumt veiga-
meiri steinar sem líklega eru sumir þáttur í einhverjum innanbúnaði
hússins, en erfitt er að koma þar auga á röð og reglu. Þess ber þó að
geta, að við framvegg voru tveir steinar sinn hvorum megin dyra mjög
þesslegir að vera stoðarsteinar. Beint andspænis þeim sem er sunnan
dyranna er einnig steinn við bakvegginn, sem á sama hátt virðist vera
stoðarsteinn, en andspænis hinum nyrðri er klöpp við bakvegginn og
engin þörf er á stoðarsteini. Engar stoðarholur sáust neins staðar.
Athyglisvert er, að í báðum endum hússins eru steinar fleiri í gólfi en
annars staðar. Ef litið er á suðurendann eru steinar þessir sunnan (innan)
við línu, sem dregin væri milli stoðarsteinanna, sem áður getur, þvert
yfir húsið. í norðurenda er þetta svipað, en þó ekki eins. Ætla má, að
steinar þessir bendi til einhverra innréttinga, en ekki er gerlegt að ætlast
á um hvað þar er um að ræða.
Fleira en þetta verður ekki um innanbúnað þessa húss sagt. Þó verður
að gera ráð fyrir, að uppgerðin hafi verið einföld. Engin ástæða er til að
ætla, að stoðaraðir tvær hafi verið á gólfi, innstafir, eins og í nokkrum
íburðarmiklum fornaldarhúsum, sem þekkt eru, t. d. Skallakoti í Þjórs-
árdal. í svo mjóu húsi sem þetta er, má telja miklu trúlegra, að stafir við
útveggi hafi borið þakið, tengdir saman með brúnásum eftir endilöngu