Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1988, Page 153
GOÐATÆTTUR
157
' tt, i
vi i
'í
yy y./ */
/ 4 to vsy7/\,//
y36z
o
1
2 M
55. mynd. Þversnið í gerðið við Goðatættur. Sést hvernig Ö Í362 liggur yfir garðinn. - Fig. 55.
Section through the enclosure by Goðatœttur. The Ö Í362 tephra ovcrlies the wall.
norrænna manna þar. Má þar nefna t.d. skálana í Hvítárholti í Hruna-
mannahreppi,6 á ísleifsstöðum í Borgarfirði,7 Kvívík í Færeyjum8 og
Oma í Noregi9 sem bara nokkur dæmi. Á Goðatættum virðist hafa
verið búið einhvern tíma í kringum 10. öldina. Hvenær byggð lagðist
af þar er ekki vitað, en það gerðist að minnsta kosti vel fyrir 1362.
6.3. Gerði við Goðatcettur
Sunnan í hólbrekkunni við Mýrasund, í vestur frá Goðatættum, er
ferhyrnt gerði (22), útflatt, alveg yfirgróið og fremur óljóst. Reyndist
það vera um 17 m að lengd, sem vísar í suðaustur-norðvestur, og um
13 m að breidd að utanmáli (54. mynd). Gerður var þverskurður í vegg
gerðisins (55. mynd) og kom þá í Ijós, að ljósa Öræfajökulsgjóskan frá
1362 lá svo til óslitin yfir honum og einnig inni í gerðinu. Var lega
hennar hér mjög svipuð því sem var í Goðatættunum sjálfum og má
telja allöruggt, að gerðið sé frá sama tíma og þær.
6. Pór Magnússon 1972, 11. mynd, einnig 25. og 29. mynd.
7. M. Stenberger 1943, Fig. 104.
8. S. Dahl 1970, fig. 24.
9. J. Petersen 1933, Pl. LIII.