Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1988, Page 159
TVÖ HÚS VIÐ ÁTTAHRINGSVOG
163
59. mynd. Séð suður úr dyrum í Áttahringsvogi II. Þröskuldarsteinninn sést vel í miðjum dyrum
og ísaldarrispað berg í gólftnu. - Fig. 59. The doorway in Áttahringsvogur II, looking south.
Threshold-stone in the centre and rock showing marksfrom glaciation in thefoor in the foreground.
aðar stoðarhellur ef slíkra væri þörf í húsi eins og þessu, sem sannarlega
hefur verið reist á bjargi. Vafasamt kann einnig að vera, hvort nokkrar
stoðir hafa borið þak í svo mjóu húsi, þótt það sé trúlega heldur líklegra
en að það hafi hvílt á veggjunum sem að mestu voru úr torfi.
Inn af dyrum við bakvegg og lítið eitt til vinstri var stór lögulegur
steinn, sem sýnilega var þar ekki af tilviljun, heldur virtist hann helst
hafa verið sæti eða þá undirlag undir eitthvað.
í báðum endum á húsi þessu eru upphækkanir eða bálkar, um 10 sm
hærri en gólfið. Báðir eru þeir úr grjóti, en annars býsna ólíkir. í vest-
urendanum, þ.e. til vinstri þegar inn er komið, er upphækkunin um
1,20 m á breidd og lögð úr samfelldum steinum, sem fremst mynda
beina línu (60. mynd). Á einum steininum, sem er lítið eitt íhvolfur,
hefur greinilega verið kyntur eldur, því þar var aska, sem sýnilega hafði
orðið til þar en ekki verið fleygt þangað. Þó væri ofmælt að kalla þetta
eldstæði. Að öðru leyti en þessu var lítið um ösku uppi á pallinum,
nema hvað alltaf berst eitthvað af eldsmenjum um hús af þessu tagi.
Ekki verður með vissu sagt til hvers þessi pallur eða bálkur hefur verið