Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1988, Page 167
VIÐAUKI
171
62. mynd. Tóftir 8 - íí á Hjallatanga. - Fig. 62. Ruins 8 - II on Hjallatangi.
15. Kringlótt tóft, sem í var súrsaður þari frostaveturinn 1918, í flæðarmálinu NV við
13. Vísar í V. Grasi gróin og útflött. Utanmál 4 X 3,5 m (65. mynd).
16. Tóft undir Hellisbjörgum. Sjá 5. kafla.
17. Fjárhústóftir (2), notaðar til skamms tíma frá Papeyjarbæ (66. mynd). Standa hlið við
hlið, NA við 16*, upp við sama klettabelti, grafnar inn í hlíðina, vísa í SA. Veggir eru
grjóthlaðnir, einnig vesturgafl, alveg upp í mæni. Syðri tóftin er minni, innanmál 5
X 1,85 m. Nyrðri tóftin er 6,6 X 3 m að innanmáli. Dyr á framgafli hennar mjókka
út; eru 1,2 m við innri brún og 55 sm við ytri brún veggjar (67. mynd). Stuttar,
grjóthleðslur liggja til beggja hliða út frá framgöflum tóftanna, líklcga aðhöld.
18. Mókofatóft, ferhyrnd, vísar í NV og er opin út í þá átt (68. mynd). Liggur vestast
á eynni, SV við Goðatættur. Yfirgróin og nokkuð útflött. Innanmál 8,4 X 2,2 m.
Mógrafir eru sunnan tóftarinnar.
19. Mókofatóft. Sjá kafla 4.5.