Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1988, Page 176
180
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
75. mynd. Rétt (43) við Kastala. - Fig. 75. A sheep-fold (43)at Kastali.
i. íbúðarhúsið er timburhús sem snýr framhlið til suðurs (sjá 5. mynd). Upprunalega
var allt húsið á tveimur hæðum, en er það nú aðeins í austari hlutanum. Þar er eldhús,
stofa og geymsluherbergi á jarðhæð, og 3 svefnherbergi uppi á lofti. í vestari
hlutanum eru 2 herbergi, búr og inngangur, öll á jarðhæð.
ii. Aftan (norðan) við og áfast íbúðarhúsinu er Qósið. Náði það upprunalcga jafnlangt
til austurs og íbúðarhúsið, og var þá pláss í því fyrir 14 kýr. Það var síðan minnkað.
iii. Við hlið fjóssins er hlaða sem snýr gafli til austurs.
iv. Norðan við hana er tóft smiðju.
v. Þar norðan við er hús, sem ýmist var notað sem reykhús eða kindakofi.
vi. Hér hefur verið hlaðið utan um núverandi kamar.
vii. Túngarður er alveg upp við bæjarhúsin til að koma í veg fyrir átroðning frá
búfé á túnið fyrir slátt.
35. Austan við bæjarhúsin stendur lítil timburkirkja með kirkjugarði umhvcrfis (sjá 7.
mynd).
36. Sumarfjós. Stendur á hól suðvestan við bæinn, að mestu enn uppistandandi. Eru þetta
tvö hús sem standa hlið við hlið og vísa göflum til austurs. Utanbreidd beggja er um
12 m. Það sem sunnar stendur virðist hafa verið notað sem fjárhús. Það er nú þak-
laust. í fjósinu eru básar úr tré. Veggirnir, sem eru grjót- og torfhlaðnir, standa upp
í 1,7 m hæð, þakið, sem er rofið að hluta, er gert úr bárujárni með hellum og torfi
yfir. Eins og nafnið bendir til, var þetta fjós eingöngu notað á sumrin.