Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1988, Page 185
JÓN STEFFENSEN
UM RITSTÍLA OG KUMLIN AÐ KROPPI
í HRAFNAGILSHREPPI í EYJAFIRÐI
í tilefni af nýlegum umræðum um vaxtöflur og ritstíla1 riíjuðust upp
fyrir mér hugmyndir er höfðu komið fram um að sumar gerðir hring-
prjóna mættu vera ritstílar til að rita með á vaxtöflur og var þá sérstak-
lega bent á Kroppsprjóninn til stuðnings þeirrar skoðunar.2 Pessi
prjónn hefur frá því ég fyrst hafði skipti af beinunum úr hinum heiðnu
kumlum frá Kroppi verið mér ærið umhugsunarefni, en þau kynni hóf-
ust 1940-41 er ég mældi beinin úr heiðnum kumlum er þá voru í vörslu
Pjóðminjasafns í þeim tilgangi að fá samanburð við beinin frá Skelja-
stöðum í Pjórsárdal. Pessar rannsóknir leiddu til þeirrar óvæntu niður-
stöðu að talsverður munur reyndist vera á beinum íslenskra og norskra
víkingaaldarmanna þrátt fyrir hinn nána skyldleika sem var með liaugfé
beggja og að heimildir herma að ísland byggðist aðallega úr Noregi.3 Ef
greiða ætti úr þessu máli var þörf miklu víðtækari rannsókna og til
þeirra fékk höfundur, að lokinni heimsstyrjöldinni, kennslufrí misserið
1946-47 til þess að rannsaka mannabein er fundist höfðu á Bretlands-
eyjum og Norðurlöndum með norrænum víkingaaldarmunum. í fram-
haldi af því endurmældi ég 1947-48 íslensku beinin og eru þær athuganir
birtar í greininni „The Physical Anthropology of the Vikings".4
Við ofangreindar rannsóknir á beinunum frá Kroppi var ekki ástæða
til frekari athugana á fundarstaðnunr, þar sem hér var örugglega unr
1. Þórður Tómasson: „Vaxspjald og vaxstíll frá Stóruborg." Árbók hins íslenzka fom-
leifafélags 1982 og Margrét Hallgrímsdóttir: Fornleifarannsókn í Viðey 1987, Rv., bls.
52-54.
2. Kristján Eldjárn: Kuml og haugfé úr heiðnum sið á íslandi, Bókaútgáfan Norðri, 1956,
bls. 322.
3. Jón Stcffenscn: „Knoglerne fra Skeljastaðir í Þjórsárdal." Forntida gardar i Island,
meddelanden frán den nordiska arkeologiska undersökningcn i Island sommaren
1939, Munksgaard, Kobenhavn 1943, bls. 227-260.
4. Jón StefFensen: „The Physical Anthropology of the VikingsJoumal of The Royal Ant-
hropological Institute of Great Britain and lreland. Volume 83, part I January-June 1953,
bls. 86-97.