Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1988, Síða 189
UM RITSTÍLA OG KUMLIN AÐ KROPPI
193
I
I
I
Mynd i. Hringpijónnitm Jrá Kroppi. Ljósm.:
Vilhjálmur öm Vilhjálmsson.
segja um haugféð frá Kroppi: bæði
vopnin eru af K-gerð, sem er hin
almennasta gerð slíkra vopna í vík-
ingaaldarkumlum bæði hér og í
Noregi og á hinum ókennilega
hlut úr bronsi (Þjms. 4888) gefur
hann eftirfarandi lýsingu: „brons-
prjónn með gati á öðrum enda, og
hefur í því leikið hringur, en
prjóninum er síðan stungið í
samanbeygða bronsræmu, eins
konar svipt.“12 Síðar í sömu heim-
ild gerir Kristján grein fyrir þeim
14 hringprjónum sem með vissu
eru frá söguöld, 6 úr kumlum og 8
sérfundum, sem hann álítur notaða
bæði af konum og körlum til að
taka saman skikkjuna á brjóstinu
og kyrtilklauf og segir um
Kroppsprjóninn og annan frá Hrís-
um í Svarfaðardalshreppi:
Enn eru prjónarnir tveir lengst til vinstri af c-gerð Jans Petersens og
mega heita alveg eins. Petersen þekkir 40 slíka prjóna í Noregi. Það
voru einkum þessir prjónar, sem Lethbridge taldi ritstíla til að skrifa
með á vaxtöflur, og sviptina, sem Kroppsprjónninn er í, hugði hann
vera af umgerð vaxtöflu. Hér er þó aðeins um það að ræða, að
hringprjónar frá víkingaöld eru af tilviljun töluvert líkir ritstílum
miðalda, en sviptin, sem er úr tvöfaldri bronsþynnu með leðri á milli
mætti vel vera beltisendi eða einhvers konar sproti af klæðnaði.13
Nýverið athugaði ég bronshlutinn og mældi, lengd prjónsins er 95
mm, lengd sviptar frá hólki fyrir prjóninn 62 mm, breidd hennar 14
mm og bil milli þynna 2 mm og eru í því leifar af lcðri, sem hefur verið
fest með 5 bronsnöglum sem ganga með jöfnu millibili eftir langás
sviptar. Það er ólíklegt að sviptin hafi verið á umgjörð á vaxtöflu. Hún
hefur ekki verið úr leðri, frekar ber að líta á hana eins og Kristján gerði;
sem ólarenda er hélt prjóninum. Þessari gerð hringprjóna er sameigin-
legur fremur veigalítill hringur sem varla þjónar öðru hlutverki en
12. Kristján Eldjárn: Kuml og haugfé, bls. 144.
13. Sama hcimild, bls. 322.