Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1988, Blaðsíða 198
202
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
bæri við. Notkun brauðpeninga var með ýmsu móti, meðal annars á
þann veg að mjölpoki eða tunna af mjöli var lögð inn hjá bakaranum,
sem þess í stað afhenti fyrir fram ákveðinn fjölda af brauðmerkjum eða
brauðpeningum. Samningsatriði var á hverjum tíma hversu mörg brauð
fengust fyrir mjölpokann og því var ekki tilgreint verð, aðeins magn
(heilt, hálft brauð) og tegund (rúgbrauð, sigtibrauð). Nokkuð annað
gilti þó þar sem kaupmenn ráku sjálfir bakarí, því að þeir lánuðu upp
í væntanlegt innlegg, t. d. J. R. B. Lefolii á Eyrarbakka. Sjómenn á ver-
tíð í Þorlákshöfn lögðu fisk inn hjá kaupmanninum, en fengu bókfærða
inneign þess í stað. Var þá vertíðarmönnum greitt að hluta með brauð-
peningum sem þeir síðan innleystu eftir þörfum. Vikulega fór einn eða
fleiri frá Þorlákshöfn þeirra erinda að sækja brauð fyrir sig og félaga
sína og þá til vikunnar.5
Svo virðist sem brauðmiðinn frá Sauðárkróki sé af öðrum toga, enda
sennilega sá yngsti sem vitað er um. Óljósar heimildir herma að um
hafi verið að ræða eins konar sveitarstyrk sem greiddur var að hluta til
með þessum brauðmiðum.
Nafn- eða auglýsingapeningar eru að ýmsu leyti sérstæðir, þó aðallega
það takmarkaða notagildi sem þeir höfðu. Aðeins fáar gerðir slíkra pen-
inga eru þekktar hérlendis og allar að því leyti til áþekkar að áletrun á
framhlið er á íslensku, en erlend myndefni á bakhlið. Tveir af þessum
peningum hafa bakhliðar sem kunnar eru á erlendum peningum svipaðs
eðlis. Peningur V. T. Thostrup á Seyðisfirði sýnir „Borsen" í Kaup-
mannahöfn á bakhlið en það gerir einnig peningur „SPORT BENDIX-
EN SELSKABSSIL", enda báðir slegnir hjá N. Hansen & Co. í Kaup-
mannahöfn sem var umboðsmaður L. Chr. Lauer þar í borg.6 Sjálfsagt
hafa málmslegin nafnspjöld þótt dýr, enda hlutu þau aldrei þær vin-
sældir hér sem í Danmörku.
Guðmundur ísleifsson kaupmaður á Háeyri gaf einnig út nafnmerki
sem var og slegið hjá Lauer.7
Undir þann samtíning sem kalla má önnur merki ber fyrst að nefna
kaffipening J. R. B. Lefolii á Eyrarbakka. Kaffipeningurinn var notaður
þannig, „... að lestarmennirnir fengu slíkar „billettur" meðan þeir biðu
eftir afgreiðslu. Það tók oft tíma að afgreiða alla. Kaffi fékkst gegn pen-
ingnum í skúr eða húsi þar sem lestarmennirnir biðu eftir afgreiðslu,
5. Samtal 29. apríl 1988 við Nils ísaksson, scm var innanbúðar hjá Lcfolii á Eyrarbakka.
6. Bcrgsae, sjá nr. 528, 944 o. fl.
7. Bergsoe, sjá bls. 135 nr. 938.