Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1988, Page 199
ÍSLENSKUR EINKAGJALDMIÐILL OG ÝMIS GREIÐSLUFOHM
203
þ. e. a. s. að ullin væri vegin og metin. Þessi háttur var hafður á allt fram
undir 1910. “8
Einna sérstæðastir eru vinnumiðar Fischers-verslunarinnar, meðal
annars fyrir það að engar heimildir virðast til um notkun þeirra. Líklegt
þykir að greitt hafi verið fyrir vinnu með þessu móti, þó án þess að til-
greina fjárupphæð í krónum og aurum. Petta gæti bent til þess að mið-
arnir hafi verið í notkun eftir að bannið var lögboðið 1902. Ekki er
vitað með vissu hvort vinnumiðarnir hafi verið notaðir hjá Fischers-
verslun í Keflavík eða Reykjavík, nema hvort tveggja hafi verið raunin.
Vestmannaeyjabíó gaf út eigin peninga sem merktir voru með sætis-
númeri og „önnur sæti“. Petta voru aðgöngumiðar síns tíma og voru
keyptir fyrir sýningar og síðan afhentir við innganginn. Tvær nýlegri
gerðir inerkja má einnig nefna, en þær eru tívolí-peningar frá skemmti-
staðnum í Vatnsmýrinni og bensín-peningar Olíufélagsins. Tívolí-
merkin voru notuð sem greiðslur í hin ýmsu lciktæki sem höfð voru til
skemmtunar. Aðeins ein gerð af bensín-peningum mun hafa náð
útbreiðslu, þ.e. a.s. B. í. (Bifreiðastöð íslands). Hinar tvær gerðirnar
(N.E. og O. F.) voru aldrei notaðar.
Að lokum ber að nefna tvær gerðir peninga sem einungis eru heim-
ildir um, en báðar eru þær frá Húsavík. Annars vegar er vertshúspen-
ingur sem nefndur er í auglýsingu Indriða frá Fjalli frá 1907. Hinn pen-
ingurinn er nefndur í fundarbók Kaupfélags Þingeyinga árið 1890. Voru
þetta krónur gerðar úr lakki og gat upphæð þeirra alls numið 200 kr.
Hvorug gerðin er til svo vitað sé. Væri því fróðlegt ef einhver lesandi
Árbókarinnar hefði meiri fróðleik um þessa eða aðra slíka peninga sem
ekki eru í eftirfarandi skrá. Greinarhöfundi þætti afar gaman að heyra af
slíku.
Vörupeningar
C. F. Siemsen, Reykjavík (d. 18. jan. 1865), kaupmaður. Verslaði í Reykjavík en einnig
í Færeyjum. Peningar hans giltu á báðum stöðum.
1846
1. 4 Skildingar
Fh. C F S
Bh. 4 SKILLING I VARE
16,5 mm, 1,49 gr, látún
Fh. = Framhlið Bh. = Bakhlið
8. Samtal við Nils Isaksson.