Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1988, Page 223
SKÝRSLA UM ÞJÓÐMINJASAFNIÐ 1988
227
með ágætum, húsfyllir var og áheyrendur hinir ánægðustu, enda var
samkoman með nokkuð óvenjulegum blæ eftir því sem nú á tímum
gerist.
í sambandi við afmælið var gefinn út bæklingur til kynningar safninu
og kostaði menntamálaráðuneytið útgáfu hans og bar einnig kostnað af
sjálfri afmælishátíðinni.
í tilefni afmælisins gerði Inga Lára Baldvinsdóttir útvarpsþátt um
Sigurð Guðmundsson málara þar sem talað var m. a. við safnmenn um
störf hans.
Samvinna tókst með ríkissjónvarpinu og Þjóðminjasafninu um að
safnið sæi um myndir, sem brugðið er upp á skjáinn í lok dagskrár dag
hvern og voru valdar myndir af starfssviði safnsins.
Sú hugmynd kom upp að nota afmælið til að efla bókasafn Þjóð-
minjasafnsins og sendi Hið íslenzka fornleifafélag og Félag íslenskra
safnmanna bókaútgefendum innanlands og vinastofnunum erlendis
bónarbréf um, að þau létu bókasafnið njóta viðeigandi bókagjafa. Bar
þetta mikinn og góðan árangur og bættist þannig mikill bókaauki.
Hér má nefna, að fyrir atbeina Þjóðminjasafnsnefndar var stofnað
vinafélag safnsins á fjölmennum stofnfundi í forsal Þjóðminjasafnsins 3.
maí og hlaut nafnið Minjar og saga. Er því ætlað að styrkja starfsemi
Þjóðminjasafns íslands á ýmsan hátt. Formaður félagsins var kjörin
Katrín Fjeldsted læknir.
Ýmisleg safnstörf
15. maí var opnunartími safnsins lengdur um helming frá því sem
verið hafði, er nú alla daga yfir sumarið nema mánudaga kl. 11-16 en
annan hvorn dag yfir vetrarmánuðina á sama tíma. Var löngu orðið
tímabært að lengja opnunartímann þannig, enda jókst aðsókn að safninu
eftir breytinguna. Var jafnframt hagrætt gæzlumálum og þurfti ekki að
fjölga gæzlukonum nema takmarkað vegna þess.
Listasafnið má nú kallast alflutt úr safnhúsinu, þótt nokkur verk séu
enn eftir, en safnið var opnað 20. janúar í nýjum húsakynnum. Fékk
Þjóðminjasafnið þá umráð í reynd yfir þeim sölum, sem Listasafnið
hafði áður haft. Keypti Þjóðminjasafnið jafnframt nokkuð af skrifstofu-
búnaði Listasafnsins.
Haldið var áfram endurbótum á safnhúsinu. Var skrifstofugangur
lengdur og fékkst þá rúm fyrir myndadeild og forvörzlu textíla. Allar
vistarverur í turni voru málaðar og lagaðar og fluttust þjóðháttadeild og
fornleifadeild þangað upp í mun rýmra húsnæði en verið hafði, og einnig