Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1988, Page 229
SKÝRSLA UM I>JÓÐMINJASAFNIÐ 1988
233
húsið bikað utan. Sáu Hjörleifur Stefánsson og Sverrir Hermannsson
um það verk.
Á Stóru-Ökrum var hafin gagnger endurbygging gömlu húsanna,
bæjardyr og göng tekin ofan og endurreist. Veggir voru hlaðnir nær
alveg að nýju og það af timburverki endurnýjað sem með engu móti
var unnt að nota áfram, en allt gamalt endurnýtt svo sem kostur var.
Var aflað rekaviðar af Skaga í viðgerðir og endurnýjuð súðin, hlutar af
syllum og aurstokkum og árefti í göngum. Allt er sem verið hafði nema
hvað settur var gluggi á göngin sunnanverð, þar sem líklegast hefur
verið gluggi í eina tíð, og eru göngin nú sæmilega björt um að ganga,
og rúða var sett í gamla gluggann sunnan við bæjardyrnar. Pilin voru
bikuð og gluggar málaðir og síðan var girt vandaðri girðingu kringum
bæinn til að verja hann ágangi af skepnum.
Jóhannes Arason vann torfverkið og Elías sonur hans smíðaverkið, en
Sigríður Sigurðardóttir minjavörður hafði umsjón með viðgerðinni og
vann sjálf mikið með þeim feðgunr.
Jóhannes hlóð einnig austurvegginn í Gusu í Glaumbæ, sem lengi
hafði verið bilaður, og þeir Sveinn Einarsson hlóðu saman kampinn
norðan bæjardyra og gerðu fleira í Glaumbæ. Hafði Sigríður Sigurðar-
dóttir einnig umsjón með viðgerðinni.
Pau Jóhannes og Sigríður dyttuðu einnig að gamla bænum, „Nýja
bæ“, á Hólum og stafnarnir voru bikaðir.
Jón Porsteinsson í Mýrarkoti gerði við kirkjugarðsvegginn í Gröf á
Höfðaströnd og var það síðasta verk hans þar, en hann lézt í ágústmán-
uði. Hafði Jón annazt viðgerðir og aðhlynningu kirkjunnar mörg síð-
ustu árin og meira en vitað var, en hann gerði víst sjaldnast reikning
fyrir verki sínu þar.
Nokkuð var gert við gamla húsið á Hofsósi, einkum sperrutær og
bitaenda.
Gamla klukknaportið á Möðruvöllum fram í Eyjafirði, sem getið er
fyrst 1781, fékk rækilega viðgerð og kom þá í ljós, að það var mun
minna skemmt en talið hafði verið. Endurnýja þurfti eina hornstoð og
yfirborðin á þakinu, en annað var lítið fúið og þurfti aðeins að hreinsa
þunnt fúalag sums staðar. - Sverrir Hermannsson annaðist verkið undir
umsjón Hjörleifs Stefánssonar.
Ákveðið er nú, að safnið taki að sér varðveizlu garnla torfbæjarins á
Kjallaksstöðum á Fellsströnd, sem er gott dæmi um bæ frá síðasta skeiði
torfbæjaaldar, þótt hann sé ekki lengur í upphaflegri stærð. Fóru starfs-
menn safnsins þangað vestur til aðdyttinga síðast í ágúst, en vegna