Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1988, Page 237
SKÝRSLA UM ÞJÓÐMINJASAFNIÐ 1988
241
Guðmundur Ólafsson deildarstjóri fornleifadeildar stóð fyrir rann-
sóknum þessum sé ekki annars getið, en með honum voru í mörgum
tilvikum ýmsir starfsmenn safnsins.
Nokkrar fleiri fornleifarannsóknir voru á árinu, sem ekki voru kost-
aðar af safninu en gerðar undir yfirumsjón þess, svo sem í Viðey,
Granastöðum í Eyjafirði, Svalbarði í Þistilfirði og Hálsi í Hálsahreppi.
Haldið var áfram fornleifaskráningu á Þingvelli, þriðja sumarið í röð
og er nú skráð að mestu svæðið frá Hestagjá í suðri og norður að Stekkj-
argjá og frá Almannagjá í vestri að Nikulásargjá í austri. Margar áður
óþekktar rústir hafa verið kortlagðar og hefur fyllri mynd fengizt af
svæðinu, sem er mun margbrotnara en inenn höfðu gert sér grein fyrir.
- Við mælingarnar var nú notaður mjög fullkominn mælingabúnaður,
svonefnd alstöð og upplýsingar færðar inn á ferðatölvu jafnóðum.
Þannig er hægt að útbúa yfirlitskort af svæðinu sem hæðalínur eru
dregnar inn á.
Þá voru skráðar fornleifar í Hafnarfirði á vegum bæjarfélagsins þar,
sem Sigurður Bergsteinsson annaðist, og Mjöll Snæsdóttir vann að
skráningu á nokkrum stöðum á Austurlandi ásamt Guðrúnu Kristins-
dóttur minjaverði.
Keyptar voru tvær ljósmyndavélar til fornleifadeildar og fyrir tilstilli
menntamálaráðuneytisins voru keypt tvö uppgraftartjöld til notkunar í
Reykholti og voru þau einnig notuð á Bessastöðum. Er þá hægt að
vinna að rannsóknum þótt illa viðri.
Þá var keypt fullkomið mælingatæki T1000 með Qarlægðarmæli, eins
og það sem getið var í sambandi við skráningu á Þingvelli.
Hafravatnsrétt í Mosfellssveit var friðlýst á árinu svo og Gvendarlaug
hjá Klúku í Bjarnarfirði.
Húsafriðunarnefnd
Nefndin hélt 5 fundi á árinu, þar sem fjallað var um friðlýsingar, við-
gerðir bygginga úti um landið og einnig úthlutaði nefndin úr Húsafrið-
unarsjóði. Sjóðurinn nam alls 5,6 milljónum og var úthlutað 4,2 millj.
í beina styrki, en afgangurinn fer einkum til að greiða umsjón viðgerða
og eru þar bæði vinnulaun og ferðir í sambandi við viðgerðir úti um
landið.
Eftirtalin verkefni hlutu styrki:
Innri- Njarðvíkurkirkja
Kálfatjarnarkirkja
kr. 100 þús.
kr. 100 þús.