Norðurljósið - 01.01.1982, Qupperneq 97
norðurljósið
97
kröftum sínum til að yrkja jörðina, sem er bölvuð og ber nú
þyrna og þistla.
4. I sögunni af syndafallinu í 1. bók Móse gefur Drottinn
fyrirheitið mikla, að sæði, afkvæmi, konunnar skyldi að
lokum merja höfuð freistarans. Það er sæði konunnar, sem
hér er talað um, en ekki mannsins eins og í öðrum fyrirheit-
um Drottins um afkvæmi..........
Merkið fyrir konu í kínversku ásamt merkinu fyrir son
eða sæði mynda bæði lýsingarorðið góður. Gat nokkuð
verið eins gott fyrir vora fyrstu foreldra, í eymd þeirra og
blygðun, eins og fyrirheitið um „sæði konunnar“, sem
merja mundi höfuð freistara þeirra?
5. I máli Kínverja fínnst einnig sönnun þess, að grundvallar-
hugmyndin um friðþæginguna, sem hinum eina vegi til
Guðs, var fornþjóðunum kunn. Ritningunni samkvæmt
hljóta þeir Kain og Abel að hafa skilið hana að einhverju
leyti. (Sbr. 1. Mós.4. 1.-7.). Þaðeruótal dæmi þess í trúar-
brögðum villimanna, að mennirnir hafí einhvern tíma haft
meiri eða minni skilning á henni. Vitnisburðurinn
kínverski skal athugaður hér. merkið fyrir sauð, sett fyrir
ofan merkið fyrir eld, táknar lamb. Gætt skal að því, að
fórnardýrið, sem átti að vera táknmynd friðþægingar
Krists, var alltaf lamb. (Sbr. 1. Mós. 12. kap.). Þannig var
það aðferð Kínverja, er þeir vildu tákna ungan sauð eða
lamb, að gera mynd af ungum sauð yfir eldi (altarisins.)
6. Hugtakið, að hinn saklausi leggur sig í sölurnar fyrir hinn
seka, var líka kunnugt Kínverjum til forna. Sést það á
orðinu, sem merkir réttlceti. Það orð er myndað þannig:
Merkið fyrir sauð er sett fyrir ofan merkið fyrir mig. Þá er
komin forn-kínverska hugmyndin um réttlœti -íórmráýv-
ið í staðinn fyrir mig! Þetta stendur vel heima við kenningu
biblíunnar um réttlætið, sem tilreiknast iðrandi syndara,
er hann trúir á „Guðs-lambið, sem ber synd heimsins.“
(Jóh. 1.29.).
Eftirtektarvert er það líka, að merkin fyrir „yfirlýsingu“
og „sauð“ sett saman merkja: „Góður fyrirboðifráguðun-
um. “ Þetta virðist benda á yfírlýsingu Drottins um þann,