Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1923, Page 176

Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1923, Page 176
176 Um hinn íslenska Faust Pau fara í dansi fljótt í hring, svo að fötin skvettast alt um kring, því að ei var fótur fúinn. Hjer finnur hver maður að rangt er ort og að úr því má bæta með tveimur pennadráttum, með því að strika út að í 2. og 3. vísuorði. Regl- an um því að og þvi, svo að og svo á sjer sem kunnugt er enga stoð í núverandi máli, enda hefur fjöldi rithöfanda hana að engu. En þýðand- inn hefur heldur kosið að kveðandi brjálaðist í fjöldamörgum stöðum (jeg hef talið upp undir 70), en að einn stafkrókur fánýts lögmáls liði undir lok. Sú vegsemd að halda uppi rími lendir oft og einatt á lítilsigldustu og áhersluminstu orðum málsins. í setningum eins og »sú fegurð er næsta fásjeð«, »á sjálfan upprisudaginn« eru orðin er og á svo áherslulaus sem nokkur samstafa getur verið. Og jeg sje ekki að það geti heitið fallega kveðið að færa þvílík orð úr stað og dubba þau til að bera rím. Pýð- andinn gerir það þráfaldlega, t. d. sú fegurð næsta fásjeð er (2609), sjálfan upprisudaginn á (921), Tyrkjalöndum fögrum fjarri í (862), mjer ei far þú frá (1700), fornum sögum endir á (4449). Skuld rímsins er goldin í sviknu silfri; í stað þeirrar gleði að heyra hljómmikil og áherslu- rík höfuðorð setninganna falla hvert að öðru, fær lesandinn máttlaus orð í röngum stað og með rangri áherslu. Pað er mikill munur á rímvali frumritsins og þýðingarinnar í dæmum sem þessum: »Nun gut, wer bist du denn?« »Ein Teil von jener Kraft, d.ie stets das Böse will und stets das Gute schaffu. »En herm þá, hver þú ert.« »Nú, hluti af afli því, sem, gjarnt á illverk, góðverk sífelt ratar í« (1335—6). »Und Gretchen?« »Sitzt nun unruhvoll, weiss weder, was sie will noch soll, denkt ans Geschmeide Tag und Nacht, noch mehr an den, der’s ihr gebracht*. »Og Grjeta?« »Situr óró í °g engu botnar vitund í, en hyggur skrautið án hvíldar á og hann, sem það er komið frá« (2849—52). Og beri menn setningar eins og: og sjá hve viska fyrri alda er (572), hjer glóð í þokuslæðum er (3921), í lofti bylur æfur er (3936) saman við: zu schauen wie vor uns ein weiser Mann gedacht; hier leuchtet Glut aus Dunst und Flor; wie rast die Windsbraut durch die Luft, þá sjest, að hin máttlitlu <?r-rím, sem þýðingin er full af (sjá t. d. bls. 146 eða 248 — 9), draga oft þann háskalega dilk á eftir sjer, að einu litlausu er er ætlað að fylla sæti hálfu mergjaðri og veigameiri sagna. tað verður heldur aldrei talið glæsilega ort, að nota endingar í rími, eins og víða er gert, t. d. vonirnar: þar 1093, frumritið: við 1222, óbyrjur: þur 3989, heimspekin: vin 2751 (en aftur vísindin: sinn 1062).
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184

x

Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn
https://timarit.is/publication/249

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.