Réttur - 01.01.1955, Qupperneq 40
40
RÉTTUR
hughyggjumaðurinn ekki aðeins í sólipsisma, heldur afneiti sjálf-
um sér sem hugsandi veru og geri að engu kenningar sínar og
heimspeki. „Hughyggjumanninum væri ekki einungis fyrirmunað
að segja: „Eg er" — með nokkrum rétti. Hann gæti ekki einu
sinni fellt hinn hófsama byrjunardóm hins fullkomna efunar-
manns og sagt: „Það gerist skynjun", því að um leið og hann
hefur sleppt orðinu, er skynjunin horfin og orðin að minningu.
Þar sem hann nú hafnar orsakalögmálinu eða dregur gildi þess
í efa, hefur hann ekki leyfi til að gera ráð fyrir neinu orsakasam-
bandi milli skynjunar og minningar".*
Þar með hefur hughyggjan ekki aðeins þurrkað út heim
hlutanna, heldur slökkt á lampa þeirrar sjálfsvitundar, scm hún
þóttist kjörin til að vernda.
Starf vort og tilraunir sanna í verki gildi efnishyggjunnar, en
höfundur er þeirrar skoðunar, að það, sem hægt sé að sýna fram
á í reynd, sé einnig unnt að sanna rökfræðilega. Og þat beitir
hann hinni óbeinu sönnunaraðferð rökfræðinnar. Það er aðeins
um tvennt að velja. Efnishyggja og hughyggja eru tvíkostur, sjón-
armið, sem útiloka hvort annað. Með því að sýna fram á, að hug-
hyggjan Ieiði út í algera fjarstæðu, hefur hann jafnframt sannað
réttmæti efnishyggjunnar á rökfræðivísu.
UM FORMRÖKFRÆÐI OG DÍALEKTISKA RÖKHYGGJU
Hin díalektiska efnishyggja er ekki eingöngu kenning um
tilvist hlutveruleikans, heldur fjallar jafnframt um almennustu
hreyfilögmál hans, jafnt náttúru, þjóðfélags sem mannlegrar hugs-
unar. Höfundur ræðir ekki um þessi hreyfilögmál í sérstökum
þætti, en þau eru forsendan og ívafið í öllum köflum bókarinn-
ar, ekki sízt í þættinum um díalektik og formrökfræði. Lögmál
þessi mætti kannski til hægðarauka orða eitthvað í þessa veru:
Allir hlutir og fyrirbæri búa yfir innri andstæðum og spennu,
þau eru sífelldum breytingum háð, verða til, þróast, hrörna og
eyðast. Þar skiptast á jafnar hægfara breytingar og stökkkennd-
„Forn og ný vandamál" bls. 57—58.