Réttur - 01.01.1955, Side 105
RÉTTUR
105
aflið af hólmi, og gerir framleiðsluvöxt mögulegan þrátt fyrir
fólksfœkkun. Það er því ekki lítið atriði að takast megi að ávaxta
þetta fé í framleiðslunni þannig, að hvorki framleiðandinn né
neytandinn verði arðrændir gegnum framleiðsluna og viðskiptin.
En eins og nú er háttað hjá okkur er vægast sagt á þessu atriði
mjög milkill misbrestur, sem aftur veldur því, að fjármagn það
sem í framleiðsluna og framkvæmdirnar er lagt bæði frá hinu
opinbera og einstaklingunum hverfur að nokkru í hít milliliða-
gróðans, sumpart fyrir beinar aðgerðir hins opinbera ríkisvalds.
og sumpart á altari hins frjálsa verzlunarframtaks og „einstakl-
ingsfrelsisins", sem undanfarin ár hefur verið talið heilbrigðasti
„Kínalífselexír" þjóðarbúskapar vors.
Skal þá í einstökum atriðum vikið að því hvernig að landbún-
aðinum hefur verið búið að þessu leyti. Rétt er að taka ríkis-
valdið fyrst og gæta hvernig það hefur hagað sér í þessu efni.
Að vísu skal það tekið fram, að aðgerðir þess snerta jöfnum
höndum aðrar framleiðslugreinir.
Sé litið yfir verðlagsþróunina, sem orðið hefur hér síðan 1947
og athugað hvaða áhrif hún hefur haft bæði á uppbyggingu
og rekstur landbúnaðarins, þá er auðséð að engan þarf að undra,
þótt þrengra sé um fjárhag bændastéttarinnar nú en þá var. í
þann tíma var vélvæðingin fyrst verulega að byrja þegar mögu-
leikar opnuðust á innflutningi véla eftir styrjöldina. Skulu nú
sýn.d dæmi um verðhaékkun landbúnaðarvinnuvóla á þessu
tímabili.
Árið 1947 hófst fyrir alvöru innflutningur landbúnaðarjeppa.
Þá er verðið til kaupenda 10—11 þús. kr. Voru þeir þá fluttir
inn beint frá Ameríku. Á jeppum sem nú eru fluttir inn beint
frá Ameríku er verðið til kaupenda orðið milli 30—40 þúsund,
eða meira en þrefaldað. Því miður skortir upplýsingar um upp-
hæð hinna einstöku kostnaðarliða í þessari heildarupphæð.
Aftur á móti hefur innflutningsfyrirtæki eitt hér í Reykjavík,
sem flytur inn heimilisdráttarvélar er margir bændur hafa keypt,
góðfúslega látið í té verðlagsreikninga yfir sundurliðað kostnað-
arverð viðkomandi dráttarvélartegundar, fyrir árin 1948— og
1955. Er samanburðurinn á hækkun hinna ýmsu kostnaðarliða
fróðlegur mjög og sýnir greinilega hvaða aðgerðir hafa mestu
um verðhækkunina valdið. Líta þeir þannig út.