Andvari - 01.01.1976, Blaðsíða 6
4
FINNBOGI GUÐMUNDSSON
ANDVABI
Jónsdóttur, er átti Benedikt Halldórsson á Víðimýri (Bjarnasonar sýslu-
manns Halldórssonar á Þingeyrum og Hólmfríðar Pálsdóttur lögmanns
Vídalíns). Dóttir þeirra Katrínar og Benedikts var Ragnheiður Benedikts-
dóttir, er átti Einar Stefánsson á Reynistað; dóttir Ragnheiðar og Einars
var Katrín Einarsdóttir, er átti Benedikt sýslumann Sveinsson, en þeirra
sonur er skáldið Einar Benediktsson. Onnur dóttir Katrínar Jónsdóttur og
Benedikts Halldórssonar var Björg Benediktsdóttir, er átti séra Jón Eiríks-
son á Undirfelli (prests á Staðarbakka Bjarnasonar frá Djúpadal). Meðal
fimm dætra þeirra Undirfells-hjóna var elzt Guðrún Jónsdóttir, er átti
Sigurð Helgason srnið. En dóttir þeirra hjóna Guðrúnar og Sigurðar er
Jósefína Björg Sigurðardóttir, móðir dr. Sigurðar Nordals prófessors í nor-
rænum fræðum.“
Páll Vídalín var sonur Hildar, dóttur Arngríms Jónssonar lærða, og
Jóns Þorlákssonar í Víðidalstungu Pálssonar Guðbrandssonar biskups. En
Kristín dóttir Guðhrands biskups var langamma Þorbjargar Magnúsdóttur,
konu Páls Vídalíns.
Grunnavíkur-Jón skrifaði á sinni tíð ritgerð um þá lærðu Vídalína,
er dr. Jón Þorkelsson birti 1897 sem inngang að Vísnakveri Páls lög-
manns Vídalíns. Kemur sú ætt, eins og vér sjáum bér að ofan, saman við
aðra kunna lærdómsmanna og skáldaætt, sem venjulega er rakin til sr.
Jóns Plalldórssonar í Hítardal, föður Finns biskups í Skálbolti.
Sigurður Nordal gerði það citt sinn að gamni sínu, svo að ég heyrði,
að rekja þá ætt allt til Jóns Einarssonar yngra (1514—91) kirkjuprests í
Skálholti 1542—50, hálfbróður Gizurar biskups, og fór hlýjum orðum um
þennan forföður sinn, enda segir svo um hann í Islenzkum æviskrám, að
„hann sinnti mjög lestri og ritstörfum, var valmenni og með fádæmum
óeigingjarn.”
Sigurður segir svo m. a. um Pál Vídalín í íslenzkri lestrarbók 1400—
1900: „Páll Vídalín var einn lærðasti maður á íslandi um sína daga,
lagamaður mikill, djúpvitur og ágætt skáld, þótt lítið liggi eftir bann í
þeirri grein nema lausavísur. En maðurinn var sundurleitur og ekki að
öllu gæfumaður, og virðist mega rekja það að nokkru til andstæðna í ætt-
erni bans. Meðal þeirra fimm lausavísna, er Sigurður velur í íslenzka
lestrarbók, er vísan kunna: