Andvari - 01.01.1976, Blaðsíða 134
132
SIGURÐUR ÞÓRARINSSON
ANDVARI
hljóti að vera mjög áberandi eiginleiki með íslendingum. Þeir eru af norsku
og keltnesku bergi brotnir, 'þeir eru dreifðir um eyðilegt norrænt land, umlokið
gráu norðurhafi. Bæði á láði og legi eru þeir nógsamlega minntir á, að náttúru-
öflin láta sig mannleg örlög engu varða. Hvað bændurna áhrærir, þá er líf
þeirra einmanalegt, bvort sem þeir búa við sjó eða inn til dala. Þeir hafa fátt
til dægrastyttingar um fram það sem þeir geta sjálfir fundið sér til aíþreyingar.
'Sumurin eru stutt og köld, og þrátt fyrir mikla vinnu þeirra myndi flestum
finnast þau lífskjör kröpp, sem þeir bera úr býtum. Þegar tillit er tekið til þessa,
hvernig geta þeir þá verið öðruvísi en dauflegir, fámálugir og skapstirðir?
Þannig spurði ég sjálfan mig iðulega, þegar ég sat í baðstofu einbvers afskekkts
sveitabýlis og hlustaði á storminn æða yfir móa og mýrar og regnið lemja litlu
gluggarúðurnar.
Fámálugir eru þeir, margir bverjir, og gestrisni þeirra víðsfjarri því að
vera uppáþrengjandi. Eg var næstum farinn að kvíða fyrir binni kurteislegu
kveðju: „Gerið svo vel,“ sem viðhöfð var, þegar mér var vísað inn í gestaher-
bergi að lokinni dagleið, en þessa kveðju átti maður jafnvísa og að nótt kæmi
eftir dag, og svo var dyrunum lokað með bægð. Síðan heyrðist bljóðlátt fótatak
inn eftir löngum, dimmum göngum, er lágu inn til vistarveru fjölskyldunnar,
og annarri hurð heyrðist lokað, svo var höfug þögn, umlukin veggjum her-
bergisins, þar sem ég var aleinn og ekki heyrðist annað hljóð en tif stunda-
klukkunnar.
Áður en ferð minni lauk, var mér orðið ljóst, að það var af umhyggju-
samri kurteisi, sem ég var látinn vera út af fyrir mig. Eg var gestur í landi, þar
sem hvorki eru vertshús né hótel nema í nokkrum bæjum og kauptúnum við
sjávarsíðuna. Á langferðum er því sá einn kostur að koma við á sveitabæjum,
þar sem gisting er ávallt fúslega til reiðu. En þar eð ég er bæði útlendingur og
gestur, ganga þeir, er hýsa mig, eðlilega út frá því, að ég vilji vera jafnmikið
útaf fyrir mig eins og ég hefði herbergi á hóteli. Auk þess kann ég ennþá lítið
sem ekkert í íslenzku, og það væri vandræðalegt, að gestur og gestgjafi sætu
þöglir hvor gegnt öðrum allt kvöldið.
Önnur ástæða var og fyrir því, að gestgjafar mínir og fjölskyldur þeirra
létu svo lítið sjá sig. Það var orðið mjög áliðið sumars og allir, sem vettlingi
gátu valdið, voru að heyskap myrkranna á milli. Þegar veður er gott, er ekki
óvenjulegt,-að baendur vinni að heyskap ■ tólf til- fjórtán klukkustundir á- dag.
Eg var oft búinn að taka á mig náðir, þegar gestgjafi minn kom heim af engjun-
um. Sumir ferðábókahöfundar hafa kallað fslendinga lata. Sabine Baring-Gould