Andvari - 01.01.1976, Blaðsíða 87
andvari
SIGURÐUR NORDAL
85
skóla íslands án kennsluskyldu og aldurstakmarks. Varð hann eflaust feg-
inn frelsinu og eins að geta greitt götu yngri manna að skólanum.
Nú verður vikið nokkuð að einkahögum Sigurðar. Þegar hann hjó
sig haustið 1914 undir að verja doktorsritgerð sína um Olafs sögu helga,
var hann jafnframt í öðrum og veraldlegri hugleiðingum, því að 1. októ-
ber gekk hann að eiga sænska stúlku, Nönnu Boethius frá Karlskrona í
Svíþjóð. Hjónaband þeirra varð þó ekki langætt, því að þau skildu tveim-
ur árum síðar.
Þegar Sigurður var setztur að heima á íslandi, hefur hann bratt fund-
ið, að honum væri ekki hollt að vera einn til langframa, og þvi var það,
að hann bætti ráð sitt öðru sinni og kvæntist 20. maí 1922 Ólöfu Jons-
dóttur. Hún var tíu árum yngri en Sigurður, f. 20. desember 1896, dóttir
Jóns Jenssonar yfirdómara og Sigríðar Hjaltadóttur. Jon var sonur Jens
Sigurðssonar rektors og Ólafar Björnsdóttur (yfirkennara Gunnlaugsson-
ar), en föðurætt Sigríðar verður rakin til sr. Hjalta Þorsteinssonar í Vatns-
firði, hins snjalla málara og listaskrifara, en listfengi hefur haldizt lengi
í þeirri ætt og brotizt út í ýmsum myndum, og ma Jrar nefna sem dæmi þa
Sveinbjörn Sveinbjörnsson, Emil Thoroddsen og Jon Nordal.
Hvern hug Sigurður bar til tengdafólks síns, sjáunr vér glöggt í hinni
hlýju grein, er hann ritaði um Ingibjörgu Jensdottur attræða í Morg-
unblaðið 25. septemher 1940, föðursystur Ólafar, og Jón Sigurðsson, afa-
bróðir Ólafar, var honum að vonum mikið umhugsunarefni. Ummæli
Sigurðar um Jón í ræðu þeirri, er hann flutti a Rafnseyri 1/. jum 1944,
eru meðal hins fremsta, sem um hann hefur verið sagt, og skal her birtui
stuttur kafli:
,,Svo framarlega sem réttmætt er að nefna nokkurn mann mikilmenni
og skörung þjóðar sinnar, er óhætt að hafa þau orð um Jon. Idann var þeim
kostum búinn, að í hvaða landi og á hverjum tíma sem hann hefði komið
við stjórnmál, hefði hann hlotið að skara fram úr. Þó að játað sé, að ekki
hafi verið eins vonlaust að gerast leiðtogi íslendinga og koma einhverju
áleiðis um hans daga og löngum áður og talsvert hafi verið búið í hendur
honum með baráttu og hugsjónum undanfarinna kynslóða, var sannar-
lega ekki miklu undir hann hlaðið. Hann var ekki annað en embættis-
laus fræðimaður að atvinnu, þegar hann hófst handa, og jafnan síðan,