Andvari - 01.01.1976, Blaðsíða 76
74
FJNNBOGI GUÐMUNDSSON
ANDVAJU
nýju. Báðar setja þær efni sitt fram svo beint og umsvifalaust, að sú list
getur ekki fyrnzt, meðan einhver skilur tunguna.
Þeim mönnum, sem rita sér til lofs og frægðar, kann að þykja það
skrýtið réttlæti, að hégómleg munnmælasaga, skrifuð upp eftir gamalli
kerlingu, skuli halda lengur gildi sínu, verða lengur lesin og metin en
meðalgóð skáldsasa eða leikrit, svo að ég tali nú ekki um vísindarit. En
svona er réttlætið í heiminum. Enginn les nú framar hið volduga verk Þor-
rnóðar Torfasonar: Elistoria rerum Norvegicarum, sem kom út í fjórum
bindurn 1711 og var þá álitið „monumentum ære perennius". I því er nú
varla nokkur stafur, sem ekki sé úreltur. En árið 1707 var hégómleg skrök-
saga, Brjáms saga, skrifuð upp eftir Hildi gömlu Arngrímsdóttur. Sú saga
er jafn lifandi og skemmtileg enn í dag, og það er varla hægt að hugsa sér,
að menn hætti að hafa ánægju af henni. Langlífi verksins stendur hér ekki
í neinu hlutfalli við fyrirhöfnina að rita það. Eða tökum annað dæmi, sem
nær oss er. Ollurn er það ljóst, að talsvert af skáldskap síra Matthíasar er
þegar tekið að úreldast, t. d. flest leikrit hans. Og ef horft er nógu langt fram
í tímann, má sjá fram á, að jafnvel beztu kvæði hans muni eiga eftir að
heyja harða baráttu fyrir lífinu við nýjan skáldskap nýrra tíma. Þó eru þessi
verk þrungin því bezta, sem þessi æðstiprestur nútíðarbókmennta vorra átti
í eigu sinni. En einu sinni settist Matthías niður á yngri árum sínum og
hripaði upp á hálftíma handa Jóni Árnasyni gamla skröksögu að vestan:
Sálin hans Jóns rnins. Hún er nú jafnvíðkunn og beztu kvæði skáldsins, og
það er varla hægt að hugsa sér, að hún eigi eftir að fyrnast.
Svona mætti lengi telja dæmi. Snorri Sturluson er frægari fyrir að hafa
skrifað upp ævintýrið um Utgarða-Loka en að hafa barið saman Háttatal
með ærnu erfiði, orðkynngi og lærdómi. Fáir nenna nú að lesa annað af
hinum dýrkveðnustu vikivaka kvæðum en viðlögin, sem skáldin oft og
einatt hafa sótt á alþýðu varir, óbrotin og yfirlætislaus.“
Sigurður hafði nokkrum árum fyrr í Vísi 25. apríl 1925 ritað um Sig-
lús Sigfússon og þjóðsögusafn hans.
Á árunum 1928—36 kom Gráskinna út á Akureyri, þjóðsagnasafn, er
þeir gáfu út Sigurður Nordal og Þórbergur Þórðarson. Hafði Sigurður skrá-
sett eða búið til prentunar rúman helming þess.