Andvari - 01.01.1976, Blaðsíða 58
56
FINNBOGI GUÐMUNDSSON
ANDVARI
ingum Sigurðar um I~Ira£nkels sögu: „Hann kemst að þeirri niðurstöðu,
að sagan sé skáldsaga, samin skömmu fyrir 1300 af vitrum manni og
hámenntuðum. Aður höfðu allir verið þeirrar skoðunar, að sagan væri
reist á arfsögnum, og flestir trúðu henni nálega hókstaflega, jafnvel þar,
sem hana greindi á við Landnámabók, en örfáir viðurkenndu, að söguleg
sannindi eða sagnir myndu hafa orðið að þoka nokkuð fyrir listinni.1)
Niðurstaða Nordals er prýðilega rökstudd, og verður eigi hetur séð en
hún sé örugg og óhrekjanleg í öllurn meginatriðum. Ritgerð hans byltir
því gersamlega hinni gömlu skoðun á sögunni, og eigi nóg með það.
Hún markar einnig tímamót í sögu rannsókna og skilnings á íslenzkum
fornsögum yfirleitt. Ef hugsanlegt er, að nokkur íslendinga saga hafi
verið skráð óbreytt eða lítt hreytt af vörum þjóðarinnar, þá er svo um
Hrafnkels sögu, sökurn þess hve hún er fast mótuð og heilsteypt og því
auðvelt að muna hana og endursegja. En ef hún reynist samt sem áður
skáldsaga, samin af þeim, er fyrstur skráði hana, eins og Nordal hefir
rökstutt, þá hlýtur að veikjast sú trú, að aðrar sögur, sem lengri eru og
torveldari að muna, hafi nokkurn tíma verið sagðar í heilu lagi, í þeirri
mynd, sem þær hafa fengið á bókfellinu."
Þess er áður getið, að Sigurður gaf út 1. bindi Áfanga 1943, og var
undirfyrirsögn þar Líf og dauði og aðrar hugleiðingar. Annað bindi Áfanga
kom svo út 1944, og nefndist það Svipir, enda mest mannlýsingar. Hefur
verið vikið að flestum þeirra hér að framan.
Bindum þessum var mjög vel tekið, svo sem vænta mátti. Þá hafði, sem
fyrr segir, 1. bindi Islenzkrar menningar komið rit 1942 og vakið óskipta
athygli, en það fjallar um elzta tímabilið í sögu íslendinga, frá landnámi til
loka þjóðveldisins. Til þessa verks hafði lengi verið efnað, og það var ekki
heldur kastað til þess höndunum, þegar það loksins kom. Allir, sem lásu
það, kváðust bíða framhaldsins með óþreyju. En dráttur varð á því, og vill
svo til, að Sigurður víkur að þessu efni í bréfi til Halldórs Hermannssonar
6. maí 1946, þar sem hann segir m. a.: ,,Og þá verð ég að þakka þér alveg
sérstaklega fyrir það, sem þú skrifaðir mér um I. bindi íslenzkrar menning-
1) Má þar nefna Guðbrand Vigjfússon (Origines Islandicae II (1905), 488), og Paasche (Norsk
litteraturhistorie I (1924), 331).