Andvari - 01.01.1976, Blaðsíða 20
18
FINNBOGI GUÐMUNDSSON
ANDVABI
mörgum verður örðugt að kjósa um auð og samræmi, fjölbreytni og orku,
breidd og dýpt, viðkvæmni og framkvæmni."
En í lok stuttrar greinargerðar urn þá tuttugu fyrirlestra, er hann
hugðist flytja vikulega frá 28. október, segir hann svo: „Þrátt fyrir allar
hömlur á að vera hægt að benda á fyrirmynd þroska og fullkomins lífs,
þar sem öll persónan fær að njóta sín í samræmi eins og allir partar trésins
í vexti fagurs viðar. Honum eru eins og manninum takmörk sett, en hann
á sér þó 'bæði sterkan stofn, djúpar rætur, sem sjúga næringu úr skauti
jarðarinnar, og víÖar lirnar, sem breiðast við ljósi og lofti himinsins, gefa
ilm og skugga og bera fullþroskaða ávexti."
Fyrirlestrar þessir vöktu að vonum mikla athygli, og þótti mörgum
leitt, að þeir skyldu ekki verða prentaðir, en SigurÖur bætti það upp að
nokkru löngu síðar, ekki sízt með erindaflokki þeim um líf og dauða, er
hann flutti í útvarpi í febrúar og marz 1940 og birti á prenti urn haustið
og seinna í 1. hindi Afanga 1943, en í því birti hann einnig að nýju
nokkur erindi frá fyrri tíð, er sum voru í ætt við hugleiðingar hans um
einlyndi og marglyndi veturinn 1918—19.
Sigurður gaf út Fornar ástir sumarið 1919 og gerir í eftirmála svo
glögga grein fyrir efni þeirra, að bezt er að gefa honum orðið enn sem
fyrr í þessu yfirliti:
„Fjórar fyrstu sögurnar hér að framan eru frá stúdentsárum mínum,
þeim árum, sem hugurinn vildi hneigjast meira en góðu lrófi gegndi frá
skyldustörfunum að skáldskap og draumórum, þó að fátt af þeim kurlum
komi hér til grafar. Þessvegna hef ég freistazt til þess að kalla bókina
„Fornar ástir“. Ef til vill hefði „Gamlar syndir“ verið meira réttnefni.
„Síðasta fullið“ (prentað í Eimreiðinni, 1910) og „Kolufell“ (prent-
að í Skírni, 1910) eru báðar skrifaðar í Höfn vorið 1909. „Fognöldur“
eru fyrst skrifaðar í Reykjavík veturinn 1909—10, en talsvert breytt
nokkrum árurn síðar. „Spekingurinn" er hugsaður og saminn á árunum
1911—12, en ekki skrifaður í heild sinni fyrr en 1916. Eins og gefur að
skilja, rnundi ég ekki hafa skrifaÖ sögur þessar á alveg sama hátt nú, en
hins vegar mundi ég ekki hafa gefið þær út, nema ég kannaðist við þær
sem bein af beinum mínum og lifandi liðu í þroska mínum. Og ég hef