Andvari - 01.01.1976, Blaðsíða 157
ANDVARI
ÚR BRÉFUM RASMUSAR RASKS
155
á ég svo sem að gera aftur þangað? Á ég í hvert sinn, er ég sem einhverja rit-
gerð, að svelta meðan á verkinu stendur, en síðan betla mér fé hjá stjórninni
til þess að fá einhvern til þess að taka það að sér og vera svo jafnsnauður eftir
sem áður? Það hvarflar stundum enn að mér, hvort ekki sé skyldara að lifa
athafnasömu, ágætu og heiðarlegu lífi, þótt með óvini sé, en svelta og sólunda
tíma sínum og kröftum hjá vini sínum. Forsjónin, ef hún er þá nokkur, virðist
einna sízt ætla, að sá sé tilgangur lífsins.
Hver missa væri svo sem föðurlandinu í mér, sem í þokkabót er bónda-
durgur í ættir fram!1)
En nú er nóg komið um þetta og meira en nóg. Prófessorinn sér af þessu,
hvernig ég lít á sakirnar. Eg veit harla vel, að það eru tvær hliðar á hverju máli,
og menn geta, ef þeim sýnist svo, skemmt sér við að skoða þetta mál eins og
annað frá verri hliðinni, — ég fyrirlít slíkan hugsunarhátt, því að ég þykist
hafa hagað mér, svo sem réttur, skylda og nauðsyn buðu mér! En ég hef fengið
svo margar hörmulegar og að sumu leyti óheillavænlegar fregnir frá föður-
landinu, síðan ég fór þaðan, að mig langar í rauninni ekki mikið til Kaup-
mannahafnar, þar sem ég hef átt svo margar áhyggjustundir, en fáa virkilega
glaða og hamingjusama daga.“
Bjarni Thorsteinsson vann um þessar mundir í Rentukammerinu í Kaup-
mannahöfn og fylgdist með átökum Rasks vinar síns við hina dönsku lærdóms-
menn. Bjarni skrifar Rask í ágústmánuði 1817 og segir þar m. a.:
„Ég var í gærdag uppá Turni að snudda í skruddunum hans Árna Magnús-
sonar, og vegna þess svo lengi er síðan ég hefi frá þér heyrt, spurði ég Profess.
Nyerup, svosem í fornfræða skyni, hvört nokkuð heyrðist handan fyrir Sundið.
Hann kvaðst heyrt hafa, að þú létir ganga 7 pressur í Stokkhólmi og prenta
bækur í 7 málum. Ég, sem valla skil eða skrifa bæriliga eitt eða tvö mál, —
féll í forundran yfir, hvað mikið guð hefir í þig látið á svo stuttum tíma, og
gleður það mig þarhjá, að þeir gullhálsarnir meðal Svía nú geta séð, að þeir
í nokkrum vísindum eiga jafningja hér í landi. Mér fórst annars, þegar ég
heyrði þessa fregn, eins og bændum á Járngerðarstaðaþingi, þegar ég 1815 var
þar staddur. Þeir spurðu mig nk, hvað Silfurverð væri? og eftir að ég hafði
útlistað það fyrir þeim, eftir því sem ég gat bezt, spurðu þeir mig ennframar,
hvað lengi á þetta Silfurverð að standa? En af því ég ekki gat gefið greiniligt
1) Faðir minn var annars raunar ekki tóndi, en það skiptir ekki máli, hann bjó í sveit og var
almúgamaður eins og fólk hans allt, ég skammast min ekki fyrir hann.