Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1976, Blaðsíða 128

Andvari - 01.01.1976, Blaðsíða 128
126 SIGURÐUR ÞÓRARINSSON ANDVARI vana og graslitla gjallhaug undir hálf-arktískum himni, þar sem lífinu er lifað í algeru tilbreytingarleysi“. Hall skrifar í svarbréfi sínu, að hann hafi ekki getað annað en hlegið að þessari forkostulegu lýsingu, og það versta sé, að svo mikið sé til í henni, en Island sé svo sannarlega ekki óhrjálegur gjallhaugur, fjöllin séu þar fegurri en orð fái lýst. Á Akureyri hélt hann áfram íslenzkunámi hjá „Mr. Thorsteinsson“, sem líklega mun vera Vernharður Þorsteinsson, síðar kennari við gagnfræðaskólann, en þá starfandi sem stundakennari. Þótti Hall íslenzka málfræðin ærið strembin. Þann kafla, sem hér fer á eftir, og inngangsorð hans birti Hall í ævisögu sinni nær þremur áratugum síðar: ,,Ég vonaðist til að geta skrifað heila bók um ísland, og herra Wells hjá Harpers hvatti mig sem mest hann mátti. En ég hafði ekki tekið með í reikn- inginn erkióvin minn [þ. e. vanmáttarkenndina, aths. þýð.]. Þann tíma er ég dvaldist á Islandi, síðsumar, haust, vetur og vor, hékk hann alltaf yfir mér og hvíslaði að mér aðfinnslum um allt, sem ég skrifaði. Þrátt fyrir 'bölvun hans kom ég þó nokkru í verk. Ég ætla að skjóta hér inn tveimur köflum úr þessari bók, senr aldrei varð til, því að þeir eiga heima í þessum minningum og fjalla um reynslu, sem ég enn hugsa til með sannri ánægju. Ég var ástfanginn af íslandi frá því er ég steig þar fyrst fæti á land, og hefði það verið mögulegt, hefði ég viljað dveljast á víxl þar og í Suðurhöfum þessa síðustu þrjá áratugi." „Það er farið að síga á seinni hluta september. Meir en mánuður er lið- inn síðan ég kom til íslands, og nú dvelst ég á Akureyri, hinum fámenna höfuðstað Norðurlands. Ég hef setzt að fyrst um sinn á hóteli, tveggja hæða timburhúsi á eyri, sem teygir sig langt út í fjörðinn. Herbergisgluggar mínir vita mót suðri, og sér þaðan yfir fjarðarbotninn til fjalla, hvítra hið efra af fyrsta haustsnjónum. Hér hef ég setið marga stund og horft á skýin speglast í vatnsfletinum, á fjallsvegginn mikla í austri í síbreytilegri birtu og á skugg- ana í giljum og gljúfrum, sem verða æ dimmblárri og falla fyrr á með degi hverjum, eftir því sem líður á haustið og dagarnir styttast. Eflaust ætti ég að vinna meira mér að gagni. Ég hef meðmælabréf til fólks í bænum, sem ég hefði átt að vera búinn að sýna, og í stað þess að leita uppi tungumálakennara, hef ég verið einn að berjast vonlausri baráttu við flækjur íslenzkrar málfræði. En það er erfitt að slíta sig frá þessari einveru, þessari dásamlegu nautn einsemdar, sem er eitt af því fyrsta og bezta, sem maður verður aðnjótandi á ferðalagi í framandi landi. Hingað til hef ég aðeins eignazt þrjá kunningja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.