Andvari - 01.01.1976, Blaðsíða 49
andvari
SIGURÐUR NOrjAL
47
vitni ,,að sjá Islandica XXIII og skrafa um allt það mikla mál við ykkur
Munksgaard. Er nú mikið undir því kornið, að við séum sem vitrastir,
því að þetta eru krítiskir tímar fyrir íslenzk fræði, ekki sízt í Höfn.“
I lalldór hafði raunar sett fram svipaðar tillögur í langri Skírnis-
grein 1929 urn handritamálið, en þær fyrst orðið kunnar að ráði erlendis,
eftir að hann ræddi þær að nýju í Islandica-bindinu fyrrnefnda. Hreyf-
ing varð nú í þá átt að endurskipuleggja hina gömlu Arnanefnd og auka
starfsemi hennar, og ræða þeir Halldór og Sigurður þessi mál í bréfum
sínum næstu misserin, og þá einkum um það, hver hlutur lslendinga
skuli verða. Halldór segir t. a. m. í bréfi til Sigurðar 1. febrúar 1934:
,,Ég geri mér litlar vonir um það, að fyrirkomulag það, sem hún [þ. e.
nefnd, sem falið var að undirbúa málið] stingur upp á, verði fullnægjandi
fyrir okkur íslendinga. . . . Frú Lis [Jacobsen] fékkst allmikið við málið, og
sagði ég henni, að ég mundi fús að taka forstöðuna að mér til reynslu eitt
ár eða tvö, en frekar gæti ég ekki sagt fyrr en ég vissi, hvernig stofnun
þetta yrði og hvaða þýðingu hún fengi. . . . Ég býst líka við, að þið heima
kærðuð ykkur ekki um að hafa fulltrúa í nefndinni, nema því aðeins að
hér væri um stofnun að ræða, sem nokkuð kvæði að og ekki bara rekonstrú-
eruð Árnanefnd, sem lítið fé hefði til forráða og því gæti litlu komið til
leiðar. Það verður að vera virkilev stofnun með bókasafni etc.“
Ö
Sigurður reifar þessi mál m. a. í bréfi sínu til Halldórs 14. febrúar
1935, þar sem hann segir: ,,En nú er aðalatriðið að gera sér ljóst, hvaða
kröfur við eigurn að setja fram sem skilyrði þess, að við tökum upp nokkura
samvinnu við Dani um þctta mál. Það er auðvitað hægt að neita skilyrðis-
laust, og þá stendur allt eins og það stóð fyrir tveimur árum. En hitt er þó
nær skapi mínu að korna fram með vissar tillögur, sem gæti komið útgáfu-
starfseminni á meira og betra rekspöl. Og það, sem mér hefur einkum dottið
1 hug, er þetta: 1) Meiri fjárframlög frá Dana hálfu til þess að gefa út og
kynna íslenzk fornrit; 2) meira skipulag á útgáfustarfseminni; 3) betra
fyrirkomulag á sölu og útbreiðslu útgefinna rita; 4) effektív hlutdeild ís-
lendinga í stjórn þessa alls. — Þetta er allt í samræmi við þínar tillögur frá
1933. — Afhendingu handrita trúi ég ekki á nema með tilverknaði stjórn-
málamanna og í sambandi við millilandasamninga.“
Ö ö
Ný Árnanefnd var loks skipuð 1936, og tilnefndu háskólarnir í Reykja-