Andvari - 01.01.1976, Blaðsíða 22
20
FJNNBOGI GUÐMUNDSSON
ANDVARI
innri þörf. Hann minnist þess í greinargerð fyrir þeirri útgáfu, að
þessar tilraunir hans hafi hlotið misjafnar viðtökur, eins og hann raunar
grunaði í eftirmála fyrri útgáfunnar. Efni og stíll urðu mörgum manni
framandi, svo sem glöggt kemur frarn t. a. m. í eftirfarandi ummælum Jóns
Jónssonar frá Sleðhrjót í bréfi hans til Stephans G. Stephanssonar 2. des-
ember 1916: ,,Mér er ánægja að lesa Iðunni, jx> sumt sé þar af fullmiklum
lærdómi sagt fyrir aljrýðu. Oska henni langra lífdaga. Ekki hrífur mig
samt sú skáldskaparstefna, sem kernur fram í Baugabrotum Sigurðar Nor-
dals. Það er í mínum munni eitthvert danskt stælingarbragð að því skáld-
skaparformi, óeðlilegt íslenzkum norrænum anda. Er ef til vill menntunar-
leysi mitt.“
Árni Pálsson tekur í þveröfugan streng í upphafi ritdóms síns um
Fornar ástir í Skírni 1920, Jregar hann segir: „Eg hefi heyrt menn kasta
því fram, að þessi bók væri óíslenzk. Sá dómur er ekki viturlegur, en hitt
er satt, að hókin er óvenjuleg og nýstárleg. Ilún er hugsuð og samin á
suðurvegum, og yfir heztu köflum hennar leikur hreinn og svalandi and-
hlær erlendrar menningar. En óíslenzk verður hún ekki fyrir Jrað. Islenzk
menning og erlend eru af einni rót runnar, og af erlendri menning hölum
vér alltaf auðgazt og hljótum vér alltaf að auðgast. Það er útlend ómenning
gróðursett í íslenzkar apasálir, sem andlegu líli voru stendur háski af. En
hér kemur utan úr heimi íslenzkur rithöfundur, sem hefir kunnað að læra
og þess vegna kann frá mörgu að segja. Nálega hver setning í hók hans er
mótuð af sjálfstæðri, persónulegri hugsun og þar að auki rituð af varkárri
og nákvæmri alúð við íslenzkuna. Engin sú hugsun, sem íslendingur getur
hugsað og sagt á móðurmáli sínu, er óíslenzk." Og síðar í ritdóminum
segir Árni: ,,Það er skrumlaust mál, að ég hygg, að það yrði löng leit að
bók í hinum nýrri hókmenntum vorum, þar sem meira fyndist af mann-
viti og skáldskap. Höf. hefir verið á ferð um hin rnyrku meginlönd sálar-
lífsins og síðan tekið sér fyrir hendur að lýsa Jrví, sem hann hefir orðið
áskynja. En það hefir ekki verið vandalaust verk, því að vitanlega veit
meginþorri lesendanna lítið um þær heimsálfur og mun telja flest lygílegt,
sem þaðan er sagt.“ Árni telur ljóðabrotin um Álf frá Vindhæli munu halda
orðstír þessarar bókar á lofti um langan aldur. Þótt því verði ekki neitað,
að sums stciðcir se tcilsverður liöfgi og myrkvi yfir ljóðunum, mcinni finnist