Andvari - 01.01.1976, Blaðsíða 146
144
ANDRÉS BJÖRNSSON
ANDVARI
og varð drengur þá að hlaupa út á brók-
inni og reka úr túninu. Slíkt þótti i þá
tíma vel til fallið til að herða og stæla
unglinga og búa þá undir hina hörðu
glimu við tilveruna, sem flestir urðu að
heyja.
Hér verður ekki fjölyrt um flakk Sölva
Helgasonar næstu 15 árin og útistöður
hans við yfirvöld landsins, en líklega hef-
ur honum þó verið happ, að hinn strangi
amtmaður Bjarni burtkallaðist svo
snemma, að flökkumál Sölva komu ekki
í rétt hjá honum. Vörn Sölva í málaferl-
um, sem risu út af fölsuðum reisupassa
hans og flakki, er þó vissulega athyglis-
verð. Hann segir meðal annars:
„------fyrir þá skuld bjó ég til falsaða
passann úr Múlasýslu, að ég var þá sinn-
isveikur og hefi verið nú upp í fimrn ár,
og það svo rammlega, að ég hefi mátt
hafa öll ráð, er ég gat uppþenkt, að ég
æddi ekki eða legðist að öðrurn kosti,
enda er það auðséð á mörgu því sem í
passanum stendur, að þaS er þess manns
verk, sem ekki hefir verið með öllu ráði,
og sízt er í að skilja, hví menn eru að
taka mark á þvílíku bulli og markleysu
þeirra manna, sem reyndir eru að sinnis-
truflun og ráðleysu. Nú á þorranum
(1845) hefir mér fyrir guðs náð batnað
hún, svo ég er nú frí við alla þá ráðleysu
og sinnisveiki, hvað lengi það kann að
verða, veit guð.“
Þessari játningu Sölva og afsökun hef-
ur víst ekki verið mikill gaurnur gefinn
af valdstjórnarmönnum, en sá skilningur
hans á eigin sálarástandi, sem hér kemur
fram, er þó merkilegur og hárréttur, því
að Sölvi hefur lengst af ævi þjáðst af geð-
klofasýki (schisofreni), þó að af honum
bráði með köflum, svo að honum varð
ástand sitt ljóst. Nú á dögum hefði þetta
verið talið Sölva til málsbóta. Verður
þessi sjúkleiki mjög Ijós, þegar litið er á
margt, sem hann hefur sjálfur skrifað.
Hann talar um Sölva sem annan mann
utan við sjálfan hann og gerir hann ýmist
að píslarvotti eða spekingi með öllum
þeim hæstu tituleringum, sem hann gat
upp fundið. Samtímamenn hans og raun-
ar seinni tíma menn drógu mjög dár að
þessurn tilburðum manns, sem hafði jafn-
lítinn bakhjarl í lífinu og Sölvi.
Hér skal nú frá horfið um sinn og
haldið til Kaupmannahafnar vorið 1858.
Þá hafði Sölvi setið þar í fangelsi um
þriggja ára skeið, dæmdur fyrir flakk.
Ekki hefur það verið honurn neinn sælu-
tími. Til eru tvö bréf, sem Sölvi hefur
skrifað Jóni SigurÖssyni forseta á úthall-
andi vetri 1858. Þá er hann búinn að
taka út fangelsisvistina og er fluttur á
Ladegaarden, sem hann nefnir á íslenzku
fátækrastiftunina. Bréfin eru rituð 4.
febrúar og 5. marz. Eru þau mjög lík að
efni, en gefa býsna glögga mynd af and-
legu ástandi Sölva og kringumstæðum
hans eftir þennan þunga reynslutíma í
lífi hans. Skal hér nú tilfært nokkuÖ úr
bréfum þessum, sem lýsa Sölva að ég
hygg betur en flest annað, sem finnst af
því, sem hann hefur fært í letur. Bréf
Sölva frá 4. febrúar byrjar svo:
„Sælir veri þér: Herra Arkívar—Sekre-
teri og Alþingismaður m. m. John Sigurðs-
son! Forseti ens íslenzka Bókmenntafé-
lags í Kaupmannahöfn.
Kjærustu þakkir fyrir lánið á enurn
4um íslenzku bókum, er þér lánuðu mér
að lesa, þegar ég var á dómarahúsinu í
Höfn; — Nú er ég kominn út á hinn
svokallaÖa „Ladegaard“ til ég á að send-
ast heim til Islands — því lofaði (E)tas-
ráðið mér í dómhúsinu í Höfn. —- Undar-
leg og órannsakanleg eru þessi forlög
Sölva veslings! en guði sé lof! hann hefur
gefiÖ Sölva góðar gáfur og mikla still-