Andvari - 01.01.1976, Blaðsíða 44
42
FINNBOGI GUÐMUNDSSON
ANDVABI
er haldist með sama svip fram yfir 1200. „Einkenni hans eru strangar
kröfur til sannfræði, þar sem leitað er að kjarna fróðleiksins án þess að
hirða um skemmtun við alþýðu hæfi. Það er höfðingjaskólinn í sagnarit-
uninni..........Onnur aðaluppspretta íslenzkrar sagnaritunar er í Þing-
eyraklaustri. A Norðurlancli varð menning höfðingjaættanna ekki jafn-
stórfelld og á Suðurlandi. Þar vitum vér ekki um neina skóla á horð við
skólana í Haukadal og Odda. Hins vegar varð kirkjan og hinn klerk-
legi andi þar ríkari. Ahrifin frá Jóni Ögmundssyni og skóla hans á Hólum
settu svip á menntalíf fjórðungsins um langt skeið.“ Með ýmsu í verkum
Þingeyramunka, er Sigurður lýsir nánara, ,,var hrotið skarð í múrvegg
hinnar sögulegu vandlætingar, sem meinaði sunnlenzka skólanum að
setja á hækur vitnislausar frásagnir um fyrri aldir. Olafa-sögurnar þrjár
[er Sigurður hafði vikið að] eru fyrstu sögurit íslendinga, þar sem vér
vitum um, að auður hinna munnlegu frásagna fái að njóta sín.“
Sigurður hafði fyrr í formálanum getið þess, að samræmi vísinda
og listar næði hæsta stigi í verkum Snorra. ,,Hann notar Ólafa-sögurnar
frá Þingeyrum fyrir undirstöðu, en endursemur þær miskunnarlaust, lag-
færir stílinn, leiðréttir þær með hliðsjón af dróttkvæðunum og verkum
Ara og beitir við alla meðferð efnisins sinni eigin sögulegu dómgreind.
Hryggjarstykki Eiríks er ein af heimildum hans, og Sverris sögu Karls
ábóta tekur hann að ýmsu leyti til fyrirmyndar, einkum ræðurnar. Þegar
alls þ essa er gætt, er það ekki of djarft að segja, að í starfsemi Snorra mæt-
ist sunnlenzki og norðlenzki skólinn í æðri einingu og skapist þá þriðji
skólinn: horgfirzki skólinn. Allt er þetta auðskiljanlegt af æviferli Snorra.
Hann er alinn upp í Odda og þekkir hin sunnlenzku fræði og stefnu
þeirra frá barnæsku. Hann ílendist í Borgarfirði um 1200, eignast goð-
orð í Idúnaþingi og tekur Styrmi prest inn fróða til sín í Reykholt. Ein-
mitt á fyrstu áratugum 13. aldarinnar virðist nýr skriður koma á sagnarit-
unina. Frá þeim tíma eru þau verk, sem að ýmsu leyti standa næst verk-
um Snorra sjálfs af öllum heimildum hans: konunga sögur þær, sem
geymdar eru í Morkinskinnu, og Orkneyinga saga. Ekkert verður nú
fullyrt urn, hvar þau rit sé saman sett. En bókmenntasögulega eiga þau
hvergi betur heima en í horgfirzka skólanum." Sigurður minnir á, að
stórættaðir Orkneyingar voru eitt sinn vetursetumenn hjá Snorra á Borg,