Andvari - 01.01.1976, Blaðsíða 52
50
FINNBOGI GUÐMUNDSSON
ANDVARI
af skarðinu, sem eftir þá er orðið. En það á ekki við urn síra Matthías
Joclrumsson af ýmsum ástæðum. Hann hlaut þegar í lifanda lífi fulla ást
og aðdáun þjóðar sinnar, líklega framar öllum andans mönnum, sem uppi
hafa verið á Islandi. Og slíkir rnenn lifa, þótt þeir deyi. Því fer svo fjarri,
að vér höfum misst síra Matthías, að vér höfum enn ekki eignazt hann.
Mikið skortir á, að Islendingar séu farnir til hlítar að átta sig á verkum
hans, skilja þau, vinza úr þeim, skýra þau í sambandi við manninn og
hvort tveggja í samhengi við fortíð og samtíð. Enn er eftir að safna bréfum
hans og gefa þau út og rita ævisögu hans og lýsingu eftir heztu heimildum.
Þetta tvennt eru brýnustu skyldur nútímans við minningu hans. Ur öllu
þessu mun síðan framtíðin vinna, og upp úr því mun rísa rú mynd af
manninum og skáldinu, sem íslenzka þjóðin mun eiga hvað lengst eigna
sinna.
En þér getið skilið, meðan svo er málum varið, að ekki er árennilegt
að ætla sér að gefa neitt yfirlit um afrek eða einkenni síra Matthíasar í
stuttri tækifærisræðu. Því hef ég valið hinn kostinn: að henda smátt, taka
eitt, lítið ljóð og fara um það nokkurum orðum. Eg vildi, að ég gæti gert
það á þann hátt, sem henti til, hvernig kvæði hans munu verða lesin síðar
meir. Ég tek kvæðið Dettifoss, ort 1888. Það er hvorki með snjöllustu né
kunnustu kvæða hans. Það hefur jafnvel ekki fengið að fljóta með í úr-
valinu frá 1915. En ég hef lengi haft sérstakar mætur á því, fundizt það
sýna innst í huga skáldsins, haft gaman af að hugsa um það, er þessi tvö
stórveldi stóðu hvort andspænis öðru. Af furðuverkum náttúrunnar hefur
ekkert fengið á mig eins og Dettifoss. Af mönnurn, sem ég hef kynnzt,
hef ég dáðst mest að síra Matthíasi."
Sigurður reifar stuttlega Dettifosskvæði þeirra Kristjáns Jónssonar og
Einars Benediktssonar og þá lífsskoðun, er honum þykir þau spegla, en
segir síðan:
„Matthías hvorki beygir kné sín fyrir tryllingi fossins né ágirnist
hestöfliri í honum. Hann finnur undir eins, að hann oo fossinn eru hvor
O
af sínum heimi. Hann stendur fyrst álengdar og undrast, óttast, en hopar
ékki. 'í fullum ofúrhuga haslar hann þessari höfuðskepnu völl, glímir við
hana eiris og Jakob við Jehóva — og sigrar."
Wl”A