Andvari - 01.01.1976, Blaðsíða 160
158
ÚR BRÉFUM RASMUSAR RASKS
ANDVARI
bókmenntafélags 1888, 97.—100 bls., að öðru en því, að sleppt er neðanmáls-
athugasemdum Rasks á latínu.
Hólmgarði hinn 1. dag maímánaðar 1818
eptir gömlum stýl og góðum.
Háæruverðugum, Háeðla og Hálærðum Hra. Biskupi Geir Vídalín, Há-
velbornum Hra. Varastiptamtmanni Bjarna Thórarensen, Hálærðum Sra. Árna
Helgasyni, Sýslu- og Lögrjettumönnum og konum, í stuttu máli öllum þeim,
er þetta brjef seá eðr höyra auðmjúklig qveðja með guði almáttugum.
Þar eð alkunnugt er, hversu mjög Islendingar hafa alla æfi stundað forn-
fræði, svo get eg ekki undanfellt að meðdeila yðar kærleika eptirfylgjandi rnjög
merkilegt brot með gerzkum innföllum, sem eg hefi verið svo luckuligr að finna
hér í bókahirzlu ágæts höfðingja (að nafni Georg Pomerovits), og sem hann
náðarsamliga hefir lofað mjer að uppskrifa, þó hann vili ecki láta það út berast
undir sínu nafni. Það er að skilja hann vill ecki eigna sjer neinn heiður af
því, og vill þess vegna ecki, að lærðir menn nefni það eptir sér fragmentum
Pomerovitsianum. Þér þurfið þess vegna ekki að tala um það, hvar það hafi
fundizt, það er nóg að það er til. Brotið sjálft er á bókfelli, forma oblonga,
mjög greinilega skrifað með settletri, og rétt mátuliga bundið, en ofurlítið
maletið, þó ecki til stórskemda. Að það heyri til Eddu er sjálfsagt, en ekki á
formið við Ormseddu né in heldr Uppsalaeddu; hvort það sé úr Kóngseddu
ellegar Volfenbúttelseddu, gæti gefið lærðum mönnum efni í falliga disputássiu
de vera origine fragmenti (sic dicti Pomerovitschiani), en óvenju garnalt er það,
og þori eg að gera minn sáluhjálpareið, það sé með höfundarins (sc. Snorronis
Sturl. mythographi celeberrimi) egin hendi ritað, því, 1) sér maðr það strax,
2) hefðu aðrir ekki gert sér soddan ómak að skrifa það jafnfalligt, 3) er það auðséð
á öllu. En brotið sjálft er þannig látandi:
Ferð Þórs í jötunheima.
Þat var eitt sinn at Þórr gecc út um Ásgarð sva sem úngr piltr, hafði hann þá
hvárki megingjarðernar né járnglófana né hamarinn Mjöllner. Hann fór í
norðr ij. daga, þagat til sjárinn tók við. Þá lagþiz Þórr út yfir hafit þat it djúpa,
er liggr um öll lavnd, en þat er vissi námunda javtunheimum, þá var þat allt
fullt af hafísum ok gerðizt ferðin örðog mjök vegna undra ok bísna er javtnar
gerþu á móti þeim með fjölkýngi; Seint um quelldit bar þá at skeri, þá gerþi
veðr kallt, þar var illt til matar, ekki havfþu þeir æðra dryck en snæ eða sæinn
ella, þeir bjugguz þar um ok sváfu þar of nótt. Svá sem hér segir.