Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1976, Blaðsíða 32

Andvari - 01.01.1976, Blaðsíða 32
30 FINNBOGI GUÐMUNDSSON ANDVAKI tíðarinnar, sem fær að kveða upp dóm sögunnar yfir því þingi, sem gerir íslenzk fræði að hornreku við háskóla vorn eða útlæg þaðan með öllu.“ Eins og fyrr segir, fór Sigurður ekki til Noregs, og kom því í hlut hans að hrinda í framkvæmd ýmsu því, er hann hafði hreyft í Andvara- greininni. Hann lét t. a. m. það verða eitt sitt fyrsta verk að gefa út Is- lenzka lestrarhók 1400—1900 með hinni merku inngangsritgerð um Sam- hengið í íslenzkum hókmenntum. 1 henni segir Sigurður m. a.: „Sam- hengið í máli og menntum íslendinga er engin tilviljun. Vér höfum ekki varðveitt það fyrir svefn og einangrun, ekki verið nein Þyrnirósa meðal þjóðanna, heldur vakað yfir því og staðið á varðbergi, höfundar og lesend- ur verið samtaka. Það væri engin fjarstæða að kalla Islendinga mestu hókmenntaþjóð heimsins, — ekki í þeim skilningi, að þeir hafi skapað mest af fullkomnum verkum, þótt þeir hafi komizt furðu langt í því efni, — heldur af því, að engin þjóð önnur hefur að tiltölu gefið hókmenntum svo mikið af kröftum sínum, svo mikið af ást sinni og alúð, engin þjóð leitað þar svo almennt fróunar og sótt þangað þrek. Ef til vill á saga mannkynsins ekkert áþreifanlegra dærni þess, hver orkulind og ellilyf andleg starfsemi er, jafnvel þó að sum verkin, sem samin eru, lærð og lesin, sé hvorki höfug að efni né algjör að formi. En bókmennta arfleifð þjóðarinnar er enginn dúnsvæfill, sem hún getur lagzt á til þess að dreyma um liðna daga. Vér megum búast svo við, að enn sé óslitin barátta fram undan. Vér höfum að vísu rekið af höndum oss ýmis áhlaup. En sigurlaun lífsins eru aldrei hvíld, heldur kostur á að halda vörninni áfram." Og síðar segir hann: „Það er sam- hengi bókmenntanna að þakka, eins og margsinnis hefur verið bent á hér að framan, að skáld vor hafa farið svo fá gönuskeið á síðustu öldum, og verk þeirra fyrir bragðið úrelzt miklu minna en samtímarit annarra þjóða...........Með þessu móti hefur heilhrigt íhald bjargað miklum kröftum frá því að fara forgörðum, og það er ómetanlegt fyrir fámenna þjóð. Vér megum ekki við því, að rithöfundar vorir svigni eins og strá fyrir hverjunr goluþyt bókmenntatízku, er um Norðurálfuna hlæs, og verk þeirra verði svo framtíðinni ónýt." En Sigurður lýkur ritgerðinni með þessum fögru orðum: „íslend- ingar eiga nú kost á þeim andstæðum, sem oftast standa við vöggu mikilla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.