Andvari - 01.01.1976, Blaðsíða 77
andvabi
SIGURÐUR NORDAL
75
Gráskinna hin meiri, er svo var nefnd, kom út í tveimur stórum bind-
um 1962.
I formála fyrir Sagnakveri Skúla Gíslasonar, er Sigurður gaf út 1947,
lýsir hann því, hversu það hafi smám saman runnið upp fyrir sér, hver
snillingur Skúli hafi verið, fyrst er hann við útkomu Galdra-Lofts Jóhanns
Sigurjónssonar 1915 fór að hyggja betur að þjóðsögunni í yfirburðagerð
Skúla og síðar 1924 við val þjóðsagna í íslenzka lestrarbók, en þá reyndist
Skúli hafa skrásett fjórar af þeim tíu sögum, er fyrir valinu urðu. Kvaðst
Sigurður hafa einsett sér, þótt síðar yrði, að gefa út í einu lagi sögur þær,
er Skúli sendi Jóni Árnasyni forðum. Hann fjallar í seinasta kafla formálans
urn Galdra-Loft og ber saman þjóðsöguna og leikrit Jóhanns Sigurjonssonar.
Niðurstaða athugana hans er að lokum þessi: „Þótt efni það, sem sira Skúli
hefur numið í æsku, væri í eðli sínu stórfellt, hefur mestu skipt, hversu
hann hélt á því. Hann hefur, án þess að vilja bregðast skyldu sinni að skra
alþýðlega fræði og án þess honum skeikaði frá anda og stíl þjoðsögu, gert úr
því listaverk, sem ber minjar lífsskoðunar hans og hyggju. Leikritið, sem
hefur orðið víða frægt og vakið meiri athygli almennings a sögunni, stendur
henni að baki í hinum mikilvægustu atriðum, þott margt annað se frábært
í því. Hér hefur ekki heldur verið farið út í samanburð í því skyni að gera
verðungu minna úr höfundi þess, sem bæði nýtur og mun lengi njóta
mikils orðstírs, heldur til þess að minna á afburði söguritarans, sem hætt er
við að færri gefi gaum.“
íslenzkar þjóðsögur urðu eitt seinasta viðfangsefni Sigurðar Nordals,
en hann tók saman efni í þrjú bindi, er gefin voru út á vegum Almenna
bókafélagsins 1971—73. Var verk þetta nefnt Þjóðsagnabókin, Sýnishorn
íslenzkra þjóðsagnasafna.
Sigurður ritaði forspjall fyrir hverju bindi og segir í upphafi forspjalls
L bindis, þar sem hann gerir grein fyrir verkinu í heild: „Af ýmsum ástæð-
um hefur mér þótt réttara að kalla þetta heldur sýnisbók íslenzkra þjóðsagna-
safna en þjóðsagna. Með því er framar öllu sá varnagli sleginn, að mér
hefði verið algjör ofætlun að leita uppi og fara yfir allt það, sem telja mætti
til þjóðsagna og er á víð og dreif í bókurn, tímaritum, blöðurn og handrita-
söfnum, svo að ekki sé talað um sögur, sem enn kunna að vera óskráðar