Andvari - 01.01.1976, Blaðsíða 91
ANDVARI
SIGURÐUR NORDAL
89
afmælishátíÖinni í Þjóðleikhúsinu 14. september 1956, þegar hann varð
sjötugur. Og hann heldur þar áfram og segir: „Þess vegna er það, að þegar
ég á afmæli, — og ég á ekki sérstaklega við daginn í dag, sem ég hef haft
svo lítið ráðrúm til þess að vera með sjálfum mér, heldur venjulega afmælis-
daga, — þá reyni ég að hugsa helzt ekki um annað en það, sem dagurinn
er til minningar um: þegar ég fæddist, — að ég kom inn í þennan heim
sem lítill rauður bögull, nakinn, hrínandi og ósjálfbjarga, og átti ekki
nema tvennt dýrmætt til í fari mínu, augu, sem voru gleraugnalaus, og
andlit, sem var grímulaust. Ef það hefur orðið svo, að ég hafi gert allt of
lítið af hverju einu, sem ég hef tekið mér fyrir hendur, er það fyrst og
fremst vegna þess, að mig hefur langað til annars meira en nokkurs af
því, nefnilega til þess að vera manneskja, og mér liggur við að segja til
þess að vera alltaf barn. Mér finnst börn, þangað til umhverfið er farið
að sljóvga þau og sníða til, vera það dásamlegasta, sem til er. Og ég ætla
að vona eða vildi óska, þegar ég kem til Sankti Péturs, hvernig sem því
reiðir nú annars af, innan um aðra gamla karla, og hann segir þetta við
einn og þetta við hinn um það, hvernig þeir scu útleiknir eftir heiminn,
— þá segi hann eitthvað á þessa leið við mig: , Jæja, skepnan mín, þú hefur
ekki þurft að ganga í barndóm, því að þú hefur aldrei komizt úr honum.“
Sigurður sagði eitt sinn, svo að ég heyrði um annan tveggja bræðra,
er hann mat báða mikils: „Það var allt ríkara í honum manneðlið."
Hið sama geta allir þeir, er þekktu Sigurð vel, sagt um hann. Það
var hið ríka manneðli, er hann kallaði svo, hið manneskjulega í fari hans,
sem vinum hans, ungum og öldnum, verður minnisstæðast. Hann kunni
í einrúmi manna bezt að tala við hvern sem var og haga viðræðunni svo,
að viðmælandi nyti sín fullkomlega. Lýsing hans á því, þegar hann fór á
námsárum sínum í Kaupmannahöfn að finna Finn Jónsson kennara sinn,
á ekki síður við um Sigurð sjálfan, og svo er um inargt af því, sein birt
hefur verið úr verkum hans hér að framan. Það talar allt sínu máli, er
sá texti, sem naumast þarf að leggja frekar út af.
Sigurður var kominn á sextugsaldur, þegar ég man fyrst glöggt eftir
honum. Hann var vel meðalmaður á hæð og nokkuð þrekvaxinn, kvikur
á fæti, enda gjarnt að hreyfa sig, eins og fyrr hefur komið fram. I löngurn
gönguferðum átti hann til að greikka heldur sporið síðasta spöiinn. Hann