Andvari - 01.01.1976, Blaðsíða 97
ANDVARI
1ÍÚSTAÐUR KÁRA SÖLMUNDARSONAR
95
nema nokkrar torfur af gamalli ræktarjörð og steinahrúgu. Hins vegar segja
elztu menn það, að fyrir 90 árum haii enn þá verið þar óeydd túnspilda og
kirkjuveggirnir staðið uppi. Úti fyrir kirkjudyrum lá stór, ferhyrnd, en lítið eitt
aflöng hella. Undir henni, var sagt, að grafinn væri Kári Sölmundarson, sem
bjó hér snemma á 11. öld. Enda þótt staðurinn væri í eyði, litu ferðamenn á
það sem skyldu sína að hreinsa möl og aur af hellunni, sem á hana barst frá
jöklinum."
Þær heimildir, sem hér hefur verið drepið á, bregða upp mynd af bústað
Kára, þótt saga Breiðár sé ekki samfelld. Landnámsmaður setti saman bú undir
Fjalli á Breiðamörk. Á ofanverðri 12. öld átti kirkjan, sem stóð þingmanna-
leið vestar í Héraði milli sanda, ítak í Fjallslandi til beitar handa 160 sauðum.
Bændur á Breiðá fleiri en Kári Sölmundarson eru í flokki fremdarmanna á
söguöld. Heimili efnaðra bænda þurftu að vera fjölmenn, eingöngu varð að
hagnýta gæði landsins til fjáröflunar, um fjárhagsaðstoð frá þjóðarheild var
ekki að ræða, og mannaforráð voru m. a. grundvölluð á liðskosti. Ekki þarf að
ætla, að Kári hafi búið á örreytiskoti eftir að brennumálin voru til lykta leidd,
hann var kominn heim utan úr löndum og hafði stofnað til tengda við héraðs-
höfðingjann í Svínafelli. Allt bendir þetta ótvírætt til þess, að á Breiðamörk
hafi verið landkostir góðir. Og enn fleira kemur til þessu til stuðnings. Það ber
við enn í dag, að frá róturn jökulsins berist molar birkistofna, sem trúlega hafa
á landnáms- og söguöld borið fagrar laufkrónur handan við bústað Kára á
Breiðá. Samkvæmt máldaga frá árinu 1343 átti Hnappavallakirkja á 14. öld
þrjátíu hesta hríshögg í Breiðárlandi. Og Isleifur sýslumaður telur fram, að við
upphaf 18. aldar eigi Breiðá eða hafi átt skóg lítilfjörlegan í Breiðamerkurmúla.
Þá voru liðnar hér um bil sjö aldir frá því að Kári og Hildigunnur bjuggu á
Breiðá, og á þeim öldum var fast sorfið að íslenzkum skógum, bæði af völdum
náttúruafla og vegna mikillar hagnýtingar þeirra.
Vatnajökull lyftir háum fannafaldi bak við Skaftafellssýslu. En á sögu-
öld hefur brún Breiðamerkurjökuls verið nokkrum kílómetrum norðar en verið
hefur á síðari öldum. Sumarið 1951 mældi Fransk-íslenzki Vatnajökulsleiðang-
urinn þykkt Vatnajökuls á 33 stöðurn, og fékkst þá nokkur vitneskja um lands-
lag undir jöklinum. Breiðamerkurjökull hefur skriðið fram breiðan dal milli
Oræfafjalla og Suðursveitarfjalla. Á Breiðamerkurjökli var m. a. mæld þykkt
bans um 10 km norður frá jökulsporði. Niðurstaðan af þeirri mælingu bendir
til þess, að sléttlendi haldist þangað inn eftir. Norður fyrir Breiðamerkurfjall
uær landið undir jöklinum ekki 100 metra hæð yfir sjó. Þaðan smáhækkar
megindalurinn til norðausturs milli Esjufjalla og Suðursveitarfjalla. Vesturhlíð-